„Markmiði náð“
![](https://eidfaxi.is/wp-content/uploads/2022/07/294510379_570477594578834_267071353605408308_n-800x600.jpg)
„Markmiði náð,“ segir Jóhanna Margrét Snorradóttir Íslandsmeistari í fjórgangi 2022 en hún var titilverjandi á Bárði frá Melabergi. „Þetta var mjög sætt.“
„Bárður er einstakur hestur með einstakt geðslag og öðruvísi væri þetta ekki hægt. Hann er í tveimur úrslitum í dag og svona dagar eru mjög erfiðir sérstaklega þegar það er stutt síðan síðasti úrslitadagur var.“ Hann er búinn að standa sig fáranlega vel.“
Jóhanna og Bárður eru að mæta í a úrslit í tölti seinna í dag en þau koma önnur inn í þau úrslit. Jóhanna og Bárður gerðu góða atlögu að töltbikarnum á Landsmótinu og það verður eins í dag. „Það er ekkert gefið eftir. Við stefnum á að reyna vinna þetta. Það er ekkert öðruvísi.“
Niðurstöður – A úrslit – Fjórgangur – Meistaraflokkur
1 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi 8,07
Hægt tölt 9,00 8,50 8,50 8,50 9,00
Brokk 8,00 8,00 8,50 7,50 7,50
Fet 6,50 7,50 7,50 7,50 7,00
Stökk 7,50 8,00 7,50 8,50 8,00
Greitt tölt 8,50 9,00 8,50 8,50 9,00
2 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli 7,93
Hægt tölt 8,00 8,50 8,50 8,00 8,00
Brokk 8,00 7,50 8,00 7,00 7,50
Fet 8,00 7,50 8,00 8,00 8,00
Stökk 8,00 7,00 8,00 7,00 7,50
Greitt tölt 8,00 8,50 8,50 7,50 8,50
3 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 7,67
Hægt tölt 7,50 7,50 8,00 7,50 8,00
Brokk 8,00 7,50 7,50 8,00 8,00
Fet 7,50 8,50 7,50 7,50 7,50
Stökk 7,50 8,00 7,00 8,00 8,00
Greitt tölt 7,50 7,50 7,50 8,00 7,50
4 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ 7,47
Hægt tölt 7,50 8,00 8,50 8,50 8,00
Brokk 8,00 7,50 7,00 7,50 7,50
Fet 6,50 7,00 7,00 6,00 6,00
Stökk 8,00 7,00 7,00 7,50 7,50
Greitt tölt 7,50 7,50 8,00 8,00 8,00
5 Ólöf Rún Guðmundsdóttir Steinar frá Stuðlum 7,40
Hægt tölt 7,50 7,00 7,50 7,00 7,50
Brokk 7,50 7,00 7,50 7,50 7,00
Fet 7,50 8,00 7,50 8,00 8,00
Stökk 7,00 6,50 7,00 7,50 7,00
Greitt tölt 8,00 7,50 7,50 7,50 7,50
6 Teitur Árnason Taktur frá Vakurstöðum 7,33
Hægt tölt 8,50 8,00 8,50 8,00 8,50
Brokk 6,50 7,00 7,00 6,50 6,50
Fet 6,50 6,00 6,50 6,00 6,00
Stökk 7,50 7,50 8,00 7,50 7,50
Greitt tölt 8,00 8,00 8,00 8,50 8,00
7 Þorgils Kári Sigurðsson Fákur frá Kaldbak 7,27
Hægt tölt 7,00 7,00 7,50 7,00 7,00
Brokk 7,00 7,00 7,00 7,00 7,00
Fet 7,50 7,50 7,50 7,50 7,50
Stökk 7,50 6,50 7,50 8,00 7,00
Greitt tölt 7,50 7,50 7,50 7,50 7,00
„Eftir nánari fótaskoðun á Sigurði Sigurðarsyni og Leik frá Vesturkoti sigurvegara b-úrslitanna stóðust þeir ekki skoðun. Það þýðir að Ólöf Rún Guðmundsdóttir á Steinar frá Stuðlum ásamt Þorgils Kára Sigurðssyni á Fák frá Kaldbak munu taka þátt í a-úrslitum í dag sunnudag.“ kemur fram á síðu Íslandsmótsins