Mathilde og Leana sigurvegarar

Leana Anna og Smásjá frá Tunguhálsi II sigurvegarar í flokki minnra vana knapa. Ljósmynd: Bjarney Anna Þórsdóttir
Það var mikið um dýrðir í Léttishöllinni á Akureyri í dag þegar fyrsta mótið í Áhugamannadeild Norðurlands fór þar fram. Óhætt er að fullyrða að deild þessi sé mikil lyftisstöng fyrir hestamennskuna á Norðurlandi sem sást bersýnilega á góðri mætingu áhorfenda og góðum sýningum knapa.
Mótið var sýnt í beinni útsendingu á EiðfaxaTV og er það okkur mikill heiður að fá að taka þátt í þessari deild með þeim hætti.
Stjórnarmenn LH heiðruðu mótið með nærveru sinni og voru það þær Linda Björk Gunnlaugsdóttir formaður LH og Þórhildur Katrín Stefánsdóttir varaformaður LH sem veittu verðlaun.
Keppt var bæði í fjórgangi minna vanir (V5) og fjórgangi meira vanir (V2).
Í flokki meira vanra knapa var keppnin æsispennandi og þurfti aukastafi til að skera úr um sigurvegara í A-úrslitum. Það fór þó svo að Mathilde Larsen og Staka frá íbishóli stóðu uppi sem sigurvegarar en jöfn henni að einkunn í 2.sæti varð Aldís Ösp Sigurjónsdóttir á Þulu frá Bringu.
Í fjórgangi minna vönum var það Leana Raphaela Haag sem bar sigur út býtum á Smásjá frá Tunguhálsi. Þær leiddu eftir forkeppni með einkunnina 6,43 og unnu svo nokkuð afgerandi sigur í A-úrslitum með 6,71 í einkunn.
Næsta mót verður haldið þann 15. mars í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þar sem keppt verðir í fimmgangi.
Heildarúrslit fjórgangs í Áhugamannadeild Norðurlands.
Fjórgangur V2 | |||
Fullorðinsflokkur – 2. flokkur | |||
Forkeppni | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Aldís Ösp Sigurjónsd. | Þula frá Bringu | 6,27 |
2 | Mathilde Larsen | Staka frá Íbishóli | 6,23 |
3-4 | Greta Brimrún Karlsdóttir | Brimdís frá Efri-Fitjum | 6,03 |
3-4 | Björgvin Helgason | Kristall frá Björgum | 6,03 |
5 | Kolbrún Stella Indriðadóttir | Trúboði frá Grafarkoti | 6,00 |
6 | Rúnar Júlíus Gunnarsson | Háfeti frá Hofsstöðum, Garðabæ | 5,97 |
7 | Þóranna Másdóttir | Dalmar frá Dalbæ | 5,93 |
8 | Guðmundur Þór Elíasson | Kristall frá Efra-Langholti | 5,90 |
9-10 | Eline Schriver | Koli frá Efri-Fitjum | 5,87 |
9-10 | Guðrún Alexandra Tryggvadóttir | Skálmöld frá Rútsstöðum | 5,87 |
11-12 | Bergþóra Sigtryggsdóttir | Snerra frá Skálakoti | 5,73 |
11-12 | Jón Kristófer Sigmarsson | Giljagaur frá Hrafnagili | 5,73 |
13-14 | Einar Ben Þorsteinsson | Paradís frá Gullbringu | 5,67 |
13-14 | María Ósk Ómarsdóttir | Bragi frá Efri-Þverá | 5,67 |
15 | Gracina Fiske | Demantur frá Vindheimum | 5,57 |
16 | Hallgrímur Anton Frímannsson | Snotra frá Brekkugerði | 5,53 |
17 | Kristín Hrönn Pálsdóttir | Logi frá Stykkishólmi | 5,50 |
18-20 | Sveinn Brynjar Friðriksson | Sylgja frá Varmalæk 1 | 5,47 |
18-20 | Svanur Berg Jóhannsson | Stormur frá Feti | 5,47 |
18-20 | Magnús Fannar Benediktsson | Hrafntinna frá Gullbringu | 5,47 |
21 | Ólöf Sigurlína Einarsdóttir | Stika frá Skálakoti | 5,20 |
22 | Steingrímur Magnússon | Steini frá Skjólgarði | 5,03 |
23 | Einar Kristján Eysteinsson | Aþena frá Heimahaga | 5,00 |
24 | Camilla Johanna Czichowsky | Júpíter frá Stóradal | 4,37 |
A úrslit | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1-2 | Mathilde Larsen | Staka frá Íbishóli | 6,37 |
1-2 | Aldís Ösp Sigurjónsd. | Þula frá Bringu | 6,37 |
3 | Greta Brimrún Karlsdóttir | Brimdís frá Efri-Fitjum | 6,33 |
4 | Björgvin Helgason | Kristall frá Björgum | 6,23 |
5 | Kolbrún Stella Indriðadóttir | Trúboði frá Grafarkoti | 6,13 |
6 | Rúnar Júlíus Gunnarsson | Háfeti frá Hofsstöðum, Garðabæ | 5,93 |
Fjórgangur V5 | |||
Fullorðinsflokkur – 3. flokkur | |||
Forkeppni | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Leana Anna Raphaela Haag | Smásjá frá Tunguhálsi II | 6,43 |
2 | Guðmundur Sigfússon | Mídas frá Köldukinn 2 | 6,40 |
3 | Rakel Eir Ingimarsdóttir | Seimur frá Glæsibæ 2 | 6,00 |
4 | Eva-Lena Lohi | Draumur frá Hvammstanga | 5,83 |
5-6 | Melanie Hallbach | Léttir frá Nautabúi | 5,80 |
5-6 | Fjóla Viktorsdóttir | Fáni frá Sperðli | 5,80 |
7 | Ásdís Karen Hauksdóttir | Draumadís frá Keldulandi | 5,50 |
8 | Ríkey Nótt Tryggvadóttir | Fjöður frá Sólvangi | 5,43 |
9-10 | Brynhildur Heiða Jónsdóttir | Ásaþór frá Hnjúki | 5,40 |
9-10 | Örvar Már Jónsson | Garpur frá Freyshólum | 5,40 |
11 | Berglind Ösp Viðarsdóttir | Tvístjarna frá Stóra-Aðalskarði | 5,37 |
12 | Nele Mahnke | Svörður frá Lækjamóti | 5,33 |
13 | Sólbjört Júlía Óskarsdóttir | Hornbrynja frá Kollaleiru | 5,27 |
14-15 | Elín María Jónsdóttir | Björk frá Árhóli | 5,07 |
14-15 | Þórir Áskelsson | Hilmir frá Húsey | 5,07 |
16 | Ragnar Smári Helgason | Austri frá Litlu-Brekku | 5,03 |
17 | Sara Kjær Boenlykke | Framtíð frá Hæli | 5,00 |
18 | Jenny Larson | Prins frá Hrafnagili | 4,90 |
19-20 | Pétur Ingi Grétarsson | Gjafar frá Hóli | 4,70 |
19-20 | Sigrún Júnía Magnúsdóttir | Trú frá Vatnsholti | 4,70 |
21 | Felicitas Doris Helga Juergens | Laski frá Víðivöllum fremri | 4,50 |
22 | Gunnar Þórarinsson | Gáski frá Svarfholti | 4,43 |
23 | Guðrún Agnarsdóttir | Alda frá Hvalnesi | 4,13 |
24 | Soffía Jóhanna Majdotter Dalma | Kolka frá Skagaströnd | 0,00 |
A úrslit | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Leana Anna Raphaela Haag | Smásjá frá Tunguhálsi II | 6,71 |
2 | Guðmundur Sigfússon | Mídas frá Köldukinn 2 | 6,46 |
3 | Rakel Eir Ingimarsdóttir | Seimur frá Glæsibæ 2 | 6,21 |
4 | Eva-Lena Lohi | Draumur frá Hvammstanga | 6,17 |
5-6 | Melanie Hallbach | Léttir frá Nautabúi | 6,00 |
5-6 | Fjóla Viktorsdóttir | Fáni frá Sperðli | 6,00 |