Meistaradeild Ungmenna og Top Reiter 2023 Matthías vann á sætaröðun dómara

  • 10. mars 2025
  • Fréttir
Niðurstöður úr Gæðingalist í Meistaradeild ungmenna

Gæðingalist í Meistaradeild Ungmenna og TopReiter fór fram laugardaginn 8.mars í Horse-day höllinni Ingólfshvoli.  Alls tókiu fjörutíu og tvö pör þátt og sástu margar fallegar sýningar.

Fyrstur í braut var Jón Ársæll Bergmann með Díönu frá Bakkakoti og settu þau línuna strax í upphafi og fengu 7.30 í einkunn og enginn virtist ætla að að ná að skáka honum. Fyrr en liðsfélagi Jóns í liði Hjarðartún, Matthías Sigurðsson á Tuma frá Jarðbrú mætti til leiks. Hann reið næst síðastur í rásröð og hlaut sömu einkunn og Jón en vann hann á sætaröðun dómara. Matthías hefur sigrað nú tvær greinar í röð.

Í þriðja sæti var síðan Védís Huld Sigurðardóttir á Glans frá íbishóli með 7,17 fyrir lið Miðás. Stelpurnar í Miðás röðuðu sér síðan í næstu sæti á eftir og urðu stigahæsta lið dagsins þriðju greinina í röð með 108 stig en stutt á eftir eða tveimur stigum neðar  með 106 er lið Hjarðartúns eftir þessa keppnisgrein.

Lið Miðás er efst í liðakeppninni í Meistaradeild ungmenna

Styrktaraðilar Gæðingalistarinnar voru , Heimahagi, Reiðskólinn Hestalíf, Einhamar og Hestheimar Hotel og þökkum við þeim kærlega fyrir  stuðninginn.

Niðurstöður í  Gæðingalist Meistaradeildar Ungmenna

Jón Ársæll Bergmann – Díana frá Bakkakoti Hjarðartún 7.3
Matthías Sigurðsson – Tumi frá Jarðbrú hjarðartún 7.3
Védís Huld Sigurðardóttir – Glans frá Íbishóli Miðás 7.17
Herdís Björg Jóhannsdóttir – Svörður frá Vöðlum Miðás 6.97
Eva Kærnested – Styrkur frá Skák Miðás 6.97
Guðný Dís Jónsdóttir – Hraunar frá Vorsabæ II Miðás 6.93
Svandís Aitken Sævarsdóttir – Huld frá Arabæ helgatún/Hestaval 6.9
Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir – Þytur frá Stykkishólmi Fet/Fákshólar 6.67
Glódís Líf Gunnarsdóttir – Goði frá Ketilsstöðum Morastaðir 6.53
Lilja Dögg Ágústsdóttir – Döggin frá E. Fróðholti Akhestaferðir/töltsaga 6.5
Unnur Erla Ívarsdóttir – Víðir frá Tungu Morastaðir 6.47
Hekla Rán Hannesdóttir – ísberg frá Hákoti hjarðartún 6.37
Kristín Karlsdóttir- Kopar frá klauf Husky Iceland 6.33
Fanndís Helgadóttir – Þöll frá Ragnheiðarstöðum Helgatún/Hestaval 6.3
Anna María Bjarnadóttir – Penna frá E. Fróðholti Hjarðartún 6.27
Þórdís Agla Jóhannsdóttir Kolfinna frá Björgum feel Iceland 6.27
Steinunn Lilja Guðnadóttir – Heppni f Þúfu í Landeyjum Fet/Fákshólar 6
Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson – Polka frá Tvennu Fet/Fákshólar 5.97
Sara Dís Snorradóttir – Nökkvi f Syðra Skörðugili akhestaferðir/töltsaga 5.9
Ingunn Rán Sigurðardóttir. Vetur frá Hellubæ Morastaðir 5.87
Snæfríður Ásta Jónasdóttir – Liljar frá Varmalandi Feel Iceland 5.83
Kolbrún Sif Sindradóttir – Bylur frá Kirkjubæ helgatún/Hestaval 5.77
Tristan Logi Lavender Auðna frá Húsafelli 2 Holtsmúli 5.77
Sigurður Dagur Eyjólfsson – Flinkur frá Áslandi Akhestaferðir/töltsaga 5.7
Friðrik Snær Friðriksson – Flóki frá Hlíðarbergi Fet/Fákshólar 5.63
Ísak Ævarr Steinsson Hulda frá hjallanesi1 Holtsmúli 5.6
Helgi Freyr Haraldsson Hrynjandi frá strönd II Deloitte/E.Alfreðsson 5.5
Sunna M Kjartansdóttir Lubecki – Ferill f V-Geldingaholti Lindex/rabarbía 5.27
Anika Hrund Ómarsdóttir – Afródíta frá Álfhólum Holtsmúli 5.27
Katrín Dóra Ívarsdóttir – Óðinn frá Hólum Deloitte/E.Alfreðsson 5.27
Lilja Rós Jónsdóttir Safír frá Götu Grindjánar 5.2
Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir – Sindri frá Kálfsstöðum feel Iceland 5.17
Halldóra Rún Gísladóttir – Alda fra Flagveltu grindjánar 5.07
Selma Dóra Þorsteinsdóttir – Orka frá Búðum Deloitte/E.Alfreðsson 4.83
Tara Lovísa Karlsdóttir Smyrill frá Vorsabæ II Hosky Iceland 4.67
Díana Ösp Káradóttir Sunna frá ytri-Bægisá Grindjánar 4.57
Margrét Jóna Þrastardóttir Grámann frá Grafarkoti Lindexrabarbía 4.47
Sigríður Inga Ólafsdóttir – Árvakur frá Dallandi járngrímur 4.43
María Björk Leifsdóttir Von frá uxahrygg Hosky Iceland 4.37
Bryndís Ösp Ólafsdóttir Kolur frá Þjóðólfshaga 1 Járngrímur 4.3
Margrét Bergsdóttir Kvika frá Efri-gegnishólum Lindexrabarbía 4.2
Kristján Hrafn Ingason – Úlfur frá Kirkjubæ Járngrímur 3.83

Staðan í einstaklingskepninni ( 5 efstu) eftir 3 greinar.

Matthías Sigurðsson – 29.stig
Herdís Björg Jóhannsdóttir – 23 stig
Védís Huld Sigurðardóttir – 22. stig
Guðný Dís Jónsdóttir – 19 stig
Eva Kærnested            16.stig

Staðan í Liðakeppninni eftir 3.greinar. 

Miðás.                              326
Hjarðartún                       258,5
AK Hestaferðir/Töltsaga   251,5
Fet/Fákshólar.                  250
Morastaðir                        239,5
Helgatún/Hestval              228,5
Feel Iceland                      156
Holtsmúli                           148,5
Husky Iceland.                   148
Deloitte/E.Alfreðsson.       130,5
Grindjánar.                          99
Lindex/Rabarbía.               33,5
Járngrímur                         33

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar