Heimsmeistaramót „Með vel undirbúinn hest er auðvelt að stökkva á bak“

  • 5. ágúst 2025
  • Fréttir
Drangur efstur í sex vetra flokki stóðhesta

Í flokki sex vetra stóðhesta mættu sjö hestar til dóms. Fulltrúi Íslands í þeim flokki er Drangur frá Ketilsstöðum en sá er undan Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum og Tíbrá frá Ketilsstöðum, ræktandi og eigandi er Bergur Jónsson en Viðar Ingólfsson er knapi. Þeir félagar stóðu sig vel og hlutu 8,53 í meðaleinkunn þar sem hæst bar 9,0 fyrir tölt, samstarfsvilja og fet.

Drangur og Viðar eru á toppnum í sínum flokki að lokinni forsýningu en hann var frekar ánægður með hestinn og sýninguna eins og sjá má í viðtali við hann hér að neðan.

 

6.vetra stóðhestar

Flokkur Hross Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
6 vetra hestar Drangur frá Ketilsstöðum Viðar Ingólfsson 8,56 8,52 8,53
6 vetra hestar Bikar fra Guldbæk Sigurður Óli Kristinsson 8,35 8,32 8,33
6 vetra hestar Ragnar fra Gavnholt Agnar Snorri Stefansson 8,59 8,15 8,31
6 vetra hestar Garður från Segersgården Erlingur Erlingsson 8,45 8,18 8,28
6 vetra hestar Heiðar von Akurgerdi Þórður Þorgeirsson 8,66 7,98 8,22
6 vetra hestar Tríton vom Panoramahof Þórður Þorgeirsson 8,39 7,88 8,06
6 vetra hestar Jagúar du Langeren Erlingur Erlingsson 8,11 7,45 7,68

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar