Meistaradeild KS í hestaíþróttum Meistaradeild KS í hestaíþróttum auglýsir eftir umsóknum um eitt laust sæti í deildinni

  • 16. nóvember 2022
  • Fréttir
Umsóknarfrestur er til og með 15.desember næstkomandi

Meistaradeild KS í hestaíþróttum auglýsir eftir umsóknum um eitt laust sæti í deildinni fyrir komandi tímabil 2023. Umsókn skal send á netfangið sigurlinaem@gmail.com þar sem liðsstjóri og liðsmenn eru tilgreindir. Umsóknarfrestur er til og með 15.desember næstkomandi.
Ef fleiri en eitt lið sækir um mun fyrirhuguð úrtaka fara fram föstudaginn 13.janúar í reiðhöllinni Svaðastöðum.

 

Dagskrá deildarinnar er svo

22.febrúar – Gæðingafimi
8.mars – Fjórgangur
17.mars – Fimmgangur
5.apríl – Slaktaumatölt
20.apríl (sumardaginn fyrsti) – 150m og gæðingaskeið
28.apríl – Lokakvöld, Tölt og flugskeið

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar