Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefur göngu sína að nýju

  • 23. apríl 2020
  • Fréttir

Guðmar Freyr Magnússon og Snillingur frá Íbishóli í gæðingafimi í Meistaradeild KS

Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefur göngu sína að nýju miðvikudagskvöldið 6.maí þegar keppt verður í fimmgangi. Lokakvöldið mun síðan fara fram miðvikudagskvöldið 13.maí en þá verður keppt í tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Mótin verða haldin í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki en vegna samkomubanns verða engir áhorfendur leyfðir á staðnum.

Engir hestaáhugamenn þurfa þó að láta viðburðinn fram hjá sér fara því snillingarnir í TindastólTV munu senda beint út frá keppninni á vef Eiðfaxa eins og fyrr í vetur.

Þegar fresta þurfti keppni í deildinni var mótið hálfnað og er þremur keppnisgreinum af sex lokið. Í einstaklingskeppninni er það Mette Mannseth sem leiðir með 78 stig, í öðru sæti er Barbara Wenzl með 53 stig og í því þriðja er Haukur Bjarnason með 51 stig.

Í liðakeppninni er lið Þúfna í forystu með 206 stig, Regulator Complete/Skáney er í öðru sæti með 142 stig og í þriðja sætinu er sigurlið síðustu sex ára, Hrímnir, með 125 stig.

Mótið er einungis hálfnað og því nóg af stigum í pottinum, sjáðu marga af færustu knöpum landsins og þeirra bestu hestum etja kappi á vef Eiðfaxa þann 6. og 13.maí.


Efstu knapar í einstaklingskeppninni þegar mótið er hálfnað:

  1. Mette Mannseth 78 stig
    2. Barbara Wenzl 53 stig
    3. Haukur Bjarnason 51 stig
    4. Randi Holaker 50 stig
    5. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir 44 stig
    6. Gísli Gíslason 43 stig
    7. Elvar Logi Friðriksson 42,5 stig
    8. Finnbogi Bjarnason 40 stig
    9. Fanney Dögg Indriðadóttir 38,5 stig
    10.-11. Þórarinn Eymundsson 37 stig
    10.-11. Þórdís Inga Pálsdóttir 37 stig

 

Staðan í liðakeppninni þegar mótið er hálfnað:

  1. Þúfur 206 stig
    2. Regulator Complete/Skáney 142 stig
    3. Hrímnir 125 stig
    4. Kerckhaert 118,5 stig
    5. Syðra – Skörðugil / Weierholz 98 stig
    6. Equinics 85 stig
    7. Leiknisliðið 83,5 stig
    8. Íbishóll 73,5 stig

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar