Meistaradeild KS í hestaíþróttum í beinni á vef Eiðfaxa í vetur

  • 10. janúar 2020
  • Fréttir
Meistaradeild KS hefur göngu sína í vetur þann 5.febrúar, keppniskvöldin eru alls fimm talsins og hefst keppni á slaktaumatölti

Fjögur keppniskvöld fara fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og eitt í Léttishöllinni á Akureyri.

Meistaradeild KS hefur í nokkur ár verið einn stærsti vetrar viðburðinn á norðurlandi. Í henni er keppt í bæði einstaklings og liðakeppni. Alls keppa átta lið í deildinni og teflir hvert þeirra fram þremur knöpum á hverju keppniskvöldi.

Einstaklingskeppnina í fyrra sigraði Ísólfur Líndal Þórisson, í öðru sæti varð Mette Mannseth og því þriðja Þórarinn Eymundsson. Lið Hrímnis sigraði liðakeppnina og var það fimmta árið í röð sem það lið stendur öðrum framar.

Síðastliðin ár hafa snillingarnir í Tindastól TV séð um að hestamenn um allan heim hafa getið fylgst með þessari keppni, með því að sýna beint frá öllum keppniskvöldum. Það er gaman að segja frá því að í vetur verður Meistaradeild KS í beinni á vefsíðu Eiðfaxa gegn vægu gjaldi.

Keppniskvöldin eru þessi

5.febrúar – Slaktaumatölt – Svaðastaðahöllinni Sauðárkróki
19.febrúar – gæðingafimi – Svaðastaðahöllinni Sauðárkróki
4.mars – fjórgangur – Léttshöllinni Akureyri
18.mars – fimmgangur – Svaðastaðahöllinni Sauðárkróki
3. Apríl – tölt og flugskeið – Svaðastaðahöllinni Sauðárkróki

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<