Meistaradeild KS – Ráslisti í fjórgangi!

  • 2. mars 2020
  • Fréttir
mette

Mette Mannseth og Skálmöld sigruðu fjórgangskeppnina í fyrra í Meistaradeild KS

 

Næsta mót í Meistaradeild KS í hestaíþróttum fer fram í Léttishöllinni á Akureyri miðvikudagskvöldið 4.mars og hefst keppni klukkan 19:00. Sýnt verður beint á vef Eiðfaxa frá mótinu.

Mikil spenna er fyrir kvöldinu en nú er lokið fyrstu tveimur keppnisgreinum í deildinni og er það Mette Mannseth sem er efsti í einstaklingskeppninni og lið Þúfna í liðakeppninni.

Það var einmitt Mette sem sigraði þessa grein í fyrra á Skálmöld frá Þúfum, en þær stöllur eru skráðar til leiks í kvöld og því spennandi að sjá hvort þær endurtaki leikinn. Margir frábærir knapar og góðir hestar eru skráðir til leiks og því mega mótsgestir og áhorfendur heima í stofu búast við flottum sýningum í frábærri aðstöðu á Akureyri.

Efstu fimm í einstaklingskeppninni eftir fyrstu tvær greinarnar:

  1. Mette Moe Mannseth – 50 stig
  2. Gísli Gíslason – 43 stig
  3. Finnbogi Bjarnason – 40 stig
  4. Elvar Logi Friðriksson – 35 stig
  5. Barbara Wenzl – 32 stig

 

Staðan í Liðakeppni:

Þúfur – 132 stig

Hrímnir – 90,5 stig

Regulator Complete ÍS / Skáney – 89 stig

Kerckhaert – 73,5 stig

Leiknisliðið – 64,5 stig

Equinics– 62 stig

Syðra-Skörðugil/ Weierholz – 59,5 stig

Íbishóll – 50 stig

 

Ráslisti

  1. Elvar Logi Friðriksson og Vígablesi frá Djúpadal
    F: Hófur frá Varmalæk // M: Virkja frá Djúpadal
  2. Fanney Dögg Indriðadóttir og Trygglind frá Grafarkoti
    F: Hvinur frá Blönduósi // M: Vakning frá Gröf Vatnsnesi
  3. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Prins frá Skúfslæk
    F: Auður frá Lundum II // M: Drottning frá Sauðárkróki
  4. Bergrún Ingólfsdóttir og Þórbjörn frá Tvennu
    F: Loki frá Selfossi // M: Keila frá Haga
  5. Fanndís Viðarsdóttir og Glóð frá Hólakoti
    F: Eldur frá Gerði // M: Stjarna frá Hólakoti
  6. Agnar Þór Magnússon og Grímur frá Garðshorni á Þelamörk
    F: Fáfnir frá Hvolsvelli // M: Von frá Miðgarði
  7. Elvar Einarsson og Muni frá Syðra-Skörðugili
    F: Konsert frá Korpu // M: Mön frá Lækjamóti
  8. Magnús Bragi Magnússon og Aðalsteinn frá Íbishóli
    F: Óskasteinn frá Íbishóli // M. Limra frá Ásgeirsbrekku
  9. Brynja Kristinsdóttir og Lýsir frá Breiðstöðum
    F: Lukku–Láki frá Stóra–Vatnsskarði // M: Fantasía frá Breiðstöðum
  10. Viktoría Eik Elvarsdóttir og Gjöf frá Sjávarborg
    F: Samber frá Ásbrú // M: Glóð frá Sjávarborg
  11. Hannes Brynjar Sigurgeirsson og Bragi frá Þingnesi
    F: Klerkur frá Bjarnanesi // M: Ógát frá Miðhjáleigu
  12. Sina Scholz og Nói frá Saurbæ
    F: Vilmundur frá Feti // M: Naomi frá Saurbæ

    Hlé 15 mínútur

  1. Þorsteinn Björnsson og Ævar frá Hólum
    F: Hrannar frá Flugumýri II // M: Þerna frá Hólum
  1. Vera Evi Schneiderchen og Bragur frá Steinnesi
    F: Bragi frá Kópavogi // M: Árdís frá Steinnesi
  2. Barbara Wenzl og Krókur frá Bæ
    F: Kiljan frá Steinnesi // M: Keila frá Sólheimum
  3. Haukur Bjarnason og Ísar frá Skáney
    F: Sólon frá Skáney // M: Hríma frá Skáney
  4. Þórarinn Eymundsson og Hnjúkur frá Saurbæ
    F: Auður frá Lundum II // M: Njóla frá Miðsitju
  5. Randi Holaker og Þytur frá Skáney
    M: Gustur frá Hóli // M: Þóra frá Skáney
  6. Þórdís Inga Pálsdóttir og Njörður frá Flugumýri II
    F: Sveinn-Hervar frá Þúfum í Landeyjum // M: Smella frá Flugumýri
  7. Ástríður Magnúsdóttir og Þinur frá Enni
    F: Eldur frá Torfunesi // M: Sending frá Enni
  8. Guðmar Freyr Magnússon og Sigursteinn frá Íbishóli
    F: Óskasteinn frá Íbishóli // M: Bylgja frá Dísarstöðum 2
  9. Jóhann B. Magnússon og Embla frá Þóreyjarnúpi
    F: Grettir frá Grafarkoti // M: Þokkadís frá Þóreyjarnúpi
  10. Bjarni Jónasson og Úlfhildur frá Strönd
    F: Kjerúlf frá Kollaleiru // M: Framtíð frá Múlakoti
  11. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum
    F: Eldur frá Torfunesi // M: Kyrrð frá Stangarholti

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar