Bein útsending frá Meistaradeild Líflands og æskunnar
Fyrsta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar er í dag á Fákssvæðinu í Víðidal og hefst kl. 12:00. Í ár eru liðin 11, hvert með fjórum knöpum og alls eru því keppendurnir 44 talsins í hvert sinn á aldrinum 13-17 ára.
Í dag verður keppt í fjórgangi og eru það Íslensk verðbréf sem styrkja það mót ásamt Líflandi sem ávallt er aðalbakhjarl deildarinnar.
Eiðfaxi og Eyja munu streyma beint frá keppninni og lýsendur munu lýsa því sem fyrir augu ber.
Það eru svo að sjálfsögðu allir velkomnir í Lýsishöllina á sunndaginn að fylgjast með fjórganginum sem verður án efa æsispennandi og glæsileg keppni.
Beint streymi frá keppninni er að finna hér:
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
Styttist í fyrsta mót í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum
Sprettur leitar að sjálfstæðum, drífandi, þjónustulunduðum og jákvæðum framkvæmdastjóra