Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Meistaradeild Líflands hefur samið við eigendur Ingólfshvols.

  • 20. nóvember 2022
  • Fréttir

Á mynd frá vinstri: Björn Jakob Björnsson, Ingunn Guðmundsdóttir og Reynir Örn Plálmason

Meistaradeild Líflands hefur samið við eigendur Ingólfshvols um að öll reiðhallarmót deildarinnar verði haldin á Ingólfshvoli keppnistímabilið 2023. Á Ingólfshvoli er hægt að bjóða upp á upphitunarsvæði innandyra sem er tengt keppnissvæðinu og er orðið algjört lykilatriði fyrir bæði hesta og knapa. Skeiðmótið verður síðan haldið á Brávöllum á Selfossi í samstarfi við Sleipni og Skeiðfélagið.

 

Hér má sjá dagsetningar á keppnum Meistaradeild Líflands 2023:

26. janúar – Fjórgangur
9. febrúar – Slaktaumatölt
3. mars – Fimmgangur
23. mars – Gæðingafimi
8. apríl – Gæðingaskeið og 150m skeið
15. apríl – Tölt og 100 m skeið Lokahátið

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar