Meistaradeild Líflands í beinni í kvöld á EiðfaxaTV
Mikil eftirvænting ríkir á meðal hestamanna ár hvert er Meistaradeild Líflands hefur göngu sína. Það má því búast við fullu húsi í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli í kvöld og þúsundum manna fyrir framan sjónvarpsskjáinn að fylgjast með í beinni á EiðfaxaTV.
Keppni hefst kl. 19:00 og ráslisti kvöldsins gefur til kynna að þetta stefnir í hörkukeppni. Eins og áður segir er hægt að fylgjast með mótinu í beinni á EiðfaxaTV og mælum við með að næla sér í áskrift sem fyrst.
Á EiðfaxaTV er hægt að velja fjórar mismunandi leiðir til að horfa á keppnina; með íslenskum þul, enskum þul, þýskum þul og einungis með vallarþul.
Meistaradeild Líflands í beinni í kvöld á EiðfaxaTV
Til minningar um Ragnheiði Hrund
Mikil aðsókn í Áhugamannadeild Norðurlands