Meistaradeild Ungmenna og Top Reiter 2023 Meistaradeild Ungmenna 2025

  • 1. september 2024
  • Tilkynning
Stjórn Meistaradeild Ungmenna boðar til opins fundar um Meistaradeild Ungmenna 2025.

Fundurinn verður þriðjudaginn 10.sept 2024 í Ingólfshvoli og hefst kl 20:00. Þar sem ætlunin er að fara yfir starfið á liðnu keppnistímabili og hvort hugmyndir eða óskir séu á einhverjum breytingu varðandi deildina. Í framhaldinu verður svo opnað fyrir skráningu á liðum í deildina.

Verður það svo starf stjórnar að klára að setja niður dagskrá keppniskvölda og kynna liðin til leiks sem verða með keppnistímabilið 2025.

Fundurinn er jafnframt aðalfundur þar sem kosið verður í stjórn. Óskum við eftir að þeir sem ætla að taka þátt 2025 mæti á fundinn þó svo að liðin séu kannski ekki fullmönnuð ennþá.

„Hvetjum alla áhugasama til að mæta,“ segir í tilkynningu frá stjórn deildarinnar.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar