Meistaradeildin hefst 22. janúar!
Meistaradeildin í hestaíþróttum hefst 22. janúar þegar keppt verður í fjórgangi. Eins og oft áður ríkir eftirvænting að sjá okkar fremstu knapa etja kappi og ríkir mikil spenna yfir því hvernig liðin skipast og hvaða óvæntu vendingar gætu hafa átt sér stað í liðunum.
Á aðalfundi í haust voru ýmis málefni rædd, meðal annars tvær veigamiklar ákvarðanir sem taka gildi núna á næsta tímabili:
- Villikettir eru ekki lengur í boði fyrir liðin að nýta sér.
- Keppt verður í B–úrslitum í mótum tímabilsins. Sigurvegari mun þó ekki taka þátt í A-úrslitum.
Margir af allra sterkustu knöpum landsins eru skráðir til leiks, og með tilkomu B–úrslita má búast við enn meiri og spennandi keppni þar sem fleiri knapar fá tækifæri til að berjast um stigin í einstaklingskeppninni. Áfram verður uppboðssæti í boði fyrri alla þá sem þora Meistaradeildin heldur áfram að vera vettvangur þar sem bestu knapar landsins mætast, metnaðurinn er í hámarki og úrslitin oft óútreiknanleg. Það stefnir í kraftmikið og eftirminnilegt tímabil. Fylgist með fréttum og stöðu mála þegar líða fer að keppninni.
Stjórn Meistaradeildarinnar
Meistaradeildin hefst 22. janúar!
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar