Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Meistaradeildin heldur áfram á fimmtudaginn

  • 3. febrúar 2023
  • Tilkynning
Næsta grein í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum er slaktaumatölt

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum heldur áfram fimmtudaginn 9. febrúar þegar keppt verður í slaktaumatölti T2 í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Dagskrá hefst kl. 19.00 og verður sýnt frá keppninni í beinni á Alendis. Það gleður okkur að tilkynna að Íslensk Verðbréf ætla aftur að bjóða áhorfendum frítt inn í HorseDay höllina líkt og á fjórganginum.

Í fyrra voru það Flosi Ólafsson og Forkur frá Breiðabólstað sem sigruðu nokkuð óvænt eftir hörkuspennandi keppni og verður gaman að sjá hvort þeir félagar mæti aftur til leiks til að verja titilinn. En það kemur í ljós á þriðjudaginn kl. 20:00 þegar dregið verður í rásröð í beinni útsendingu á Alendis.
​​
Eins og síðast verður veitingasalur HorseDay hallarinnar opinn þar sem Tómas Þóroddsson, veitingaeigandi á Selfossi, mun sjá um mat og aðrar veigar fyir gesti og gangandi frá klukkan 17:30.

Uppboðssæti
Knapi sem vill keppa í slaktaumatölti getur keypt sér keppnisrétt sem 25. knapi kvöldsins. Skráning fer fram á info@meistaradeild.is og lýkur kl. 12:00 þriðjudaginn 7. febrúar. Þátttökugjald er 50.000kr + vsk.. Séu fleiri en einn sem bjóða mun hæsta boð gilda.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar