Meistaramótinu lauk með frábærum úrslitum í A-flokki

  • 19. júlí 2020
  • Fréttir

Sólon frá Þúfum stóð efstur A-flokks gæðinga knapi Guðmundur Björgvinsson

Meistaramóti Íslands í gæðingakeppni lauk nú rétt í þessu en úrslitadagurinn heppnaðist vel í blíðvirði á Hellu. Það var gæðingadómararfélagið í samstarfi við Hestamannafélagið Geysi sem stóð að mótinu.

Keppni lauk með frábærum úrslitum í A-flokki gæðinga og var stórmótabragur á þeim úrslitum. Sólon frá Þúfum stóð efst í A-flokki gæðinga setinn af Guðmundi Björgvinsson en einkunn hans var 8,93 í öðru sæti varð Katalína frá Hafnarfirði með 8,84 í einkunn og í því þriðja Nagli frá Flagbjarnarholti með 8,83 í einkunn.

í A-flokki áhugamanna var það Silfurperla frá Lækjarbakka sem efst stóð með knapa sinn Kristinn Már sveinsson.

Í A-flokki ungmenna var það Kristján Árni Birgisson sem bætti við sig öðrum sigri dagsins á Rut frá Vöðlum með 8,29 í einkunn.

Magnús Ólason reið hesti sínum Veigari frá Sauðholti 2 til sigurs í B-flokki áhugamanna

 

A-úrslit A-flokkur gæðinga

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Sólon frá Þúfum / Guðmundur Björgvinsson 8,93
2 Katalína frá Hafnarfirði / Sólon Morthens 8,84
3 Nagli frá Flagbjarnarholti / Sigurbjörn Bárðarson 8,83
4 Atlas frá Lýsuhóli / Jóhann Kristinn Ragnarsson 8,76
5 Grámann frá Hofi á Höfðaströnd / Flosi Ólafsson 8,67
6 Jarl frá Árbæjarhjáleigu II / Hekla Katharína Kristinsdóttir 8,60
7 Blíða frá Ytri-Skógum / Bjarney Jóna Unnsteinsd. 8,49
8 Goði frá Bjarnarhöfn / Hans Þór Hilmarsson 1,22

A-úrslit A-flokkur gæðinga áhugamenn

Keppandi Heildareinkunn
1 Silfurperla frá Lækjarbakka / Kristinn Már Sveinsson 8,25
2 Seifur frá Stóra-Hofi / Brynjar Nói Sighvatsson 8,20
3 Kolskör frá Hárlaugsstöðum 2 / Lýdía Þorgeirsdóttir 8,14
4 Snilld frá Skeiðvöllum / Elín Hrönn Sigurðardóttir 8,03
5 Hamingja frá Vesturkoti / Eyrún Jónasdóttir 7,80

 

A-úrslit A-flokkur ungmenna

Keppandi Heildareinkunn
1 Kristján Árni Birgisson / Rut frá Vöðlum 8,29
2 Þorvaldur Logi Einarsson / Sóldögg frá Miðfelli 2 8,24
3 Herdís Björg Jóhannsdóttir / Vösk frá Vöðlum 8,17
4 Anna María Bjarnadóttir / Snægrímur frá Grímarsstöðum 7,14

A-úrslit B-flokkur áhugamanna

Keppandi Heildareinkunn
1 Veigar frá Sauðholti 2 / Magnús Ólason 8,37
2 Fannar frá Blönduósi / Verena Stephanie Wellenhofer 8,37
3 Ósvör frá Reykjum / Kristinn Már Sveinsson 8,33
4 Ýmir frá Káratanga / Halldóra Anna Ómarsdóttir 8,17
5 Erla frá Eystri-Hól / Lýdía Þorgeirsdóttir 8,07

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar