Menntadagur A landsliðsins verður um næstu helgi

  • 3. desember 2022
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Sigurbjörn Bárðason, þjálfara íslenska landsliðsins

Menntadagur íslenska landsliðsins verður haldinn í TM reiðhöllinni í Víðidal þann 10 desember næstkomandi.
Vegleg dagskrá er í boði yfir daginn þar sem okkar allra færustu knapar og þjálfarar halda sýnikennslur.

Eiðfaxi hitti Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvald í TM höllinni í dag, hann sagði okkur frá því sem er í vændum og óhætt er að segja að þetta sé frábært tækifæri fyrir fróðleiksþyrsta hestamenn að skyggnast inn í aðferðafræði landsliðsknapanna okkar, fræðast um þjálfun þeirra með hesta sína, skyggnast inn í undirbúning þeirra í upphafi vetrar og fá innblástur inn í nýjan hestavetur.

 

Takið daginn frá, notið tækifærið og sækið ykkur fróðleik hjá knöpum á hæsta stigi reiðmennskunnar og styrkið landsliðið okkar til dáða inn í mikilvægt tímabil.
Vegleg dagskrá, ýmis varningur til sölu og flott veitingasala á staðnum yfir daginn.
Miðasala fer fram á www.lhhestar.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar