Metár í fyrra í útflutningi hrossa

  • 13. janúar 2022
  • Fréttir

Árið 2021 voru flutt út alls 3341 hross. Metár frá því 1996 var slegið en þá fóru alls 2841 hross í útflutning

361 stóðhestar voru fluttir út árið 2021

Árið 2021 voru flutt út alls 3.341 hross sem gerir þetta að metári frá því að skráningar hófust en fyrra met var frá árinu 1996 þegar 2.841 hross voru flutt út. Í fyrra voru flutt út 2.324 hross svo þetta er aukning um rúm 1.000 hross milli ára.

Af þessum 3.341 hrossum eru 361 stóðhestar, 1.426 geldingar og 1.554 hryssur. 845 hross fóru í útflutning með A-vottun en hross fær A-vottun þegar bæði hrossið og foreldrar þess eru erfðagreind með DNA greiningu og sönnun um ætterni liggur því fyrir.

Eins og jafnan áður voru flest hross, 1.477, flutt til Þýskalands, 530 hross voru flutt til Danmerkur og 460 hross til Svíþjóðar.

Hægt er að skoða sundurliðun eftir löndum sem flutt var út til og samanburð á milli áranna 2020 og 2021 í töflunni hér fyrir neðan.

Land

2021

2020

Austurríki

192

145

Belgía

30

43

Kanada

1

4

Sviss

148

135

Þýskaland

1477

974

Danmörk

530

271

Finnland

119

62

Færeyjar

17

17

Frakkland

36

28

Bretland

29

31

Grænland

0

8

Ungverjaland

3

1

Írland

9

4

Ítalía

2

2

Lettland

0

1

Lúxemborg

19

12

Litháen

0

3

Holland

107

80

Noregur

48

56

Nýja-Sjáland

0

0

Rúmenía

4

0

Svíþjóð

460

306

Slóvenía

3

0

Bandaríkin

107

141

Samtals:

3.341

2.324

 

Útflutt hross frá og með 2010 – 2021

Ár Fjöldi hrossa
2021 3341
2020 2320
2019 1509
2018 1348
2017 1485
2016 1472
2015 1360
2014 1269
2013 1236
2012 1333
2011 1136
2010 1158

 

Betri árin í útflutningi hrossa

Ár Fjöldi hrossa
1993 2485
1994 2758
1995 2608
1996 2841
1997 2565
2021 3341

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar