Svíþjóð Metskráning á Sænska meistaramótinu í Gæðingakeppni

  • 19. september 2023
  • Fréttir

Frá setningu mótsins Ljósmynd Sabina Svenningsson

Sænska Meistamótið í Gæðingakeppni, Norrköpping.

Dagana 7-10. September var Sænska Meistaramótið í Gæðingakeppni haldið í Norrköpping. Þetta var stærsta gæðingameistarmót sem hefur verið haldið í Svíðþjóð með 284 keppendum. Einnig mun þetta vera stærsta Gæðingmót sem var haldið í Heiminum í ár.

Umgjörð mótsins var til fyrirmyndar á Himmelstalund, þar sem meðal annars haldið Heimsmeistamót 2005. Boðið var upp á 300m. hringvöll,skeiðbraut og svo er einnig upphitunaraðstaða til fyrirmyndar með hringvelli og skeiðbraut. Áhorfendabekkir sem taka á móti töluverðum fjölda gesta og Hesthús fyrir alla hestana aðeins um 100 m fjarlægt frá vellinum.
Dómara mótsins komu frá 3 löndum, allt Landsdómarar. Nína Bergholtz, Marcus Ljunqvist frá Svíþjóð, Amalie Haubo-San Pedro frá Danmörku og svo frá Íslandi komu Sindri Sigurðarson, Lárus Hannesson og Ingibergur Árnason. Unnu þeir mikið þrekvirki þar sem það var keppt frá kl. 8 á morgnana fram til kl. 19 og ekki var mikill tími fyrir pásur.

Keppt var í eftirfarandi greinum, A-flokkur 39 stk, B-flokkur 53 stk, A-flokkur ungmenna 34 stk, B-flokkur ungmenna 43 stk, Unglingflokkur 52 stk og Barnaflokkur 7 stk þar sem eingöngu var heimilt fyrir 13 ára börn að taka þátt. Þá var einnig boðið upp á Gæðingatölt sem var í fyrsta skipti sem opinber grein og vakti mikla lukku.
Feiknalegar miklar skráningar voru í þessari grein þar sem 79 stk voru skráð í fullorðinsflokki, 40 í ungmennaflokki, 53 í unglingflokki og 7 í barnaflokki. Eins og sést á þessum tölum þá er mikill uppgangur í Gæðingakeppni í Svíþjóð, og til að komast inn á mótið þurfti að ná lágmörkum 2 sinnum á 2 árum og annað lágmarkið mátti ekki vera eldra en 1 ár. Þar af leiðandi er búið að bjóða upp á feiknalega mörg mót í Svíþjóð. Og byrjaði með fyrsta gæðingamótinu í April og síðasta mótið var í lok Ágúst.

Dómarar mótsins höfðu á orði að það væri gaman að sjá hvað það hefðu verið margir góðir hestar og vel útfærðar sýningar. Og þar sem þetta var fyrsta úrtökumótið til að velja landslið Svía í Gæðingakeppni á Norðurlandamótið 2024 er skemmtilegt að skoða úrslitin.

Sigurvegari í A flokk Boði frá Åleby og Johanna Asplund Ljósmynd: Sabina Svenningsson

 

A flokkur
Boði frá Åleby/ Johanna Asplund 8,753
Hrafn frá Hestsýn/ Daniel I. Smárason 8,673
Týr frá Svala Gård/ Louise Löfgren 8,671
Björn frá Svignaskarði /Berglind R. Guðmundsd. 8,602
Sær frá Ysta Gerði/Bergling R. Guðmundsd. 8,589
Karri frá Gauksmýri/Jenny Göransson 8,578
Hrynjandi frá Horni/ Kelly Eriksson 8,569
Hrafnfaxi frá Húsavík/ Daniel I. Smárason 8,442

B flokkur
Fengur frá Backome/ Vignir Jónasson 8,91
Hálfmáni frá Steinsholti/ James Faulkner 8,81
Hrímnir frá Vatnsleysu/Nicolina Marklund 8,78
Álfur frá Ganmyra / Camilla Rolfsdotter 8,70
Frami frá Skeiðvöllum / Antonia Hardwick 8,62
Hugi frá Halakoti/ Kelly Eriksson 8,57
Húni frá Auðholtshjáleigu/ Johanna Asplund 8,53
Þrá fra Akrakoti / Maja Borg 8,46

A flokkur Ungmenna
Sær från Gröna Gången/ Tilma Lande 8,51
Öðlingur frá Hárlaugsstöðum/ Kajsa Wennerström 8,43
Prins frá Blönduósi/ Elsa Jóhannesen 8,38
Saga frá Dahlgården/ Hilma Pettersson 8,36
Agnar från Tofta/ Tove Johansdotter 8,33
Atlas från Kärlek/ Astrid Tillström 8,33
Dreki från Lind/ Viktor Elgholm 8,328
Glaumur frá Geirmundarstöðum/Tove Ivarsson 8,31
Ársól från Stenssäter/Mira Hallerby 8,23

Sigurvegari í B flokk Ungmenna, Hekla frá Steinnesi og Mathilda Wallin Ljósmynd: Sabina Svenningsson

B flokkur Ungmenna
Hekla frá Steinnesi / Matilda L. Wallin 8,70
Amadeus från Allemansängen/ Alma Ý. Jökulsdóttir Kellin 8,49
Sabrína frá Fornusöndum/ Klara Solberg 8,48
Þráður frá Ármóti/ Sara Malmqvist 8,4
Skrúður från Smedjegården/ Nellie Elmgren 8,36
Ferdinard frá Galtastöðum/ Lisa Edvardsson 8,34
Kvaran fra Slippen / Josephine Williams 8,2

Siguvegari í Unglingflokk, Lowa Walfridsson og Seifur från Skälleryd Ljósmynd: Sabina Svenningsson

Unglingflokkur
Seifur från Skälleryd/Lowe Walfridsson 8,70
Laukur frá Varmalæk / Hilma Pettersson 8,62
Snörp frá Bergglandi 1 / Alfons Berqvist 8,51
Leo från Änghaga/ Isabella Larsson 8,42
Erró frá Ármóti / Molly Eriksson 8,29
Saumur från Viby/ Milla Bergqvist 8,22
Hjörtur frá Tjarnarlandi/ Selma Sandvall 8,21
Riddari frá Hofi/ Alice Edvinsson Kareliusson 8,16

Barnaflokkur
Konráð från Navåsen/ Minna Gustavsson 8,50
Hólmi frá Torfunesi/ Nike Jakobsson 8,36
Halla frá Leysingjastöðum/ Lykke Pettersén 8,34
Muni fra Eklespannet/ Filippa Stål 8,25
Aðmirall från Vildängen/ Rut Holm 8,13
Fluga från Vild/ Minneah Forsberg Lagerqvist 8,125

Siguvegari í Gæðingtölti fullorðinna, Álfur frá Granmyra og Camilla Rolfsdotter Ljósmynd: Sabina Svenningsson

Gæðingartölt fullorðnir
Álfur från Granmyra/ Camilla Rolfsdotter 8,82
Týr från Svala Gård/ Louise Löfgren 8,775
Frami frá Skeiðvöllum / Antonia Hardwick 8,615
Huginn frá Halakoti/ Kelly Eriksson 8,54
Glaðnir frá Dallandi/ Elsa Teverud 8,49
Mio från Änghaga/ Fredric Rydström 8,43
Höskuldur fra Lian/Fredric Rydström 8,325

Gæðingtöld Ungmennaflokkur
Hekla frá Steinnesi/Matilda L. Wallin 8,725
Amadeus från Allemansängen/Alma Ý. Jökulsdóttir Kellin 8,48
Prins Rolex från Vorsen../Linnea Johannisson 8,45
Farsæll frá Jórvík/ Tove Johansdotter 8,395
Skrúður från Smedjegården/ Nellie Elmgren 8,375
Ferdinand frá Galtastöðum/Lisa Edvardsson 8,37
Vinningur från Skeppargården/ Astrid Widén 8,35

Gæðingatölt Unglingflokkur
Laukur frá Varmalæk/ Hilma Petterssin 8,705
Snörp frá Berglandi/Alfons Bergqvist 8,52
Leo från Änghaga/ Isabella Larsson 8,465
Börkur fra Kleiva/Lilly Björsell 8,46
Grettir frá Brimilsvöllum/Freya Nilsson 8,445
Saumur från Viby/ Milla Bergqvist 8,305
Meja från Slätten/Linn Bergljung 8,285

Gæðingatölt Barnaflokkur
Sæta från Rosenlung/Minna Gustavsson 8,34
Björgúlfur frá Mosfellsbæ/ Karla Ramström 8,275
Hugur frá Ysta Gerði/ Meya Krans 8,09
Aðmirall från Vildängen/ Rut Holm 8,06
Hólmi frá Torfunesi/ Nike Jakobsson 7,995
Aleiga från Smara/ Allis Harlos 7,975
Muni fra Eklespannet/Filippa Stål 4,515

 

 

Illugi Pálsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar