Mette á Hannibal vann fjórganginn
Í kvöld fór fram keppni í fjórgangi í Meistaradeild KS á Sauðárkróki. Mikið var um góða hesta og verulega jöfn keppni. Það voru margir spenntir fyrir að sjá frumraun Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum í keppni og held ég að það sé óhætt að segja að áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum. Þau unnu fjórganginn með 7,83 í einkunn, ekki slæm byrjun það.
Bjarni Jónasson mætti með alhliðahryssuna Hörpu Sjöfn frá Hvolsvelli en þau hafa verið mjög farsæl í fimmgangi undanfarin ár. Þau stóðu sig vel í kvöld og hlutu 7,43 í einkunn í a úrslitum sem tryggði þeim annað sætið. Jafnar í þriðja sæti voru þær Védís Huld Sigurðardóttir á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum og Lea Christine Busch á Kaktusi frá Þúfum með 7,17 í einkunn.
Lið Þúfna var sigurvegari kvöldsins í liðakeppninni* en þær Mette, Lea og Barbara Wenzl kepptu fyrir liðið í kvöld. Auk þeirra eru þeir Gísli Gíslason og Daníel Gunnarsson í liðinu.
Hér fyrir neðan eru niðurstöður kvöldsins
Fjórgangur V1 – A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Mette Mannseth Hannibal frá Þúfum 7,83
2 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 7,43
3-4 Védís Huld Sigurðardóttir Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 7,17
3-4 Lea Christine Busch Kaktus frá Þúfum 7,17
5 Þórarinn Eymundsson Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr. 7,07
6 Ólöf Rún Guðmundsdóttir Steinar frá Stuðlum 0,00
Fjórgangur V1 – B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Ólöf Rún Guðmundsdóttir Steinar frá Stuðlum 7,10
7 Magnús Bragi Magnússon Óskadís frá Steinnesi 7,07
8 Elvar Einarsson Muni frá Syðra-Skörðugili 7,03
9 Ísólfur Líndal Þórisson Grettir frá Hólum 7,00
10 Þórgunnur Þórarinsdóttir Hnjúkur frá Saurbæ 6,70
Fjórgangur V1 – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Mette Mannseth Hannibal frá Þúfum 7,47
2 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 7,17
3 Védís Huld Sigurðardóttir Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 7,13
4-5 Lea Christine Busch Kaktus frá Þúfum 6,80
4-5 Þórarinn Eymundsson Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr. 6,80
6 Magnús Bragi Magnússon Óskadís frá Steinnesi 6,73
7-9 Elvar Einarsson Muni frá Syðra-Skörðugili 6,70
7-9 Ísólfur Líndal Þórisson Grettir frá Hólum 6,70
7-9 Þórgunnur Þórarinsdóttir Hnjúkur frá Saurbæ 6,70
10 Ólöf Rún Guðmundsdóttir Steinar frá Stuðlum 6,67
11-13 Randi Holaker Þytur frá Skáney 6,63
11-13 Þorsteinn Björn Einarsson Rjóður frá Hofi á Höfðaströnd 6,63
11-13 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 6,63
14-15 Barbara Wenzl Spenna frá Bæ 6,60
14-15 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Jökull frá Rauðalæk 6,60
16-18 Katla Sif Snorradóttir Logi frá Lundum II 6,57
16-18 Sigurður Heiðar Birgisson Mörk frá Hólum 6,57
16-18 Sigrún Rós Helgadóttir Fannar frá Hafsteinsstöðum 6,57
19-20 Egill Már Þórsson Assa frá Miðhúsum 6,53
19-20 Vignir Sigurðsson Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 6,53
21 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Röskva frá Ey I 6,50
22 Finnbogi Bjarnason Sporður frá Gunnarsstöðum 6,43
23 Árný Oddbjörg Oddsdóttir Adam frá Reykjavík 6,37
24 Atli Freyr Maríönnuson Skrítla frá Hveragerði 6,10
*Stigin í liðakeppninni ráðast af röðun knapa í forkeppni