Mette og Vivaldi fljótust í gegnum höllina

  • 25. september 2021
  • Fréttir

Fljótustu pörin í skeiði, Mette og Vivaldi, Svavar og Skreppa og Guðmar og Brimar.

Reiðhallarsýning á Sauðárkróki

Haldin var reiðhallarsýning í gær í tengslum við Laufskálarétt og var góð mæting í höllina en vegna fjöldatakmarkanna voru einungis 500 manns leyfðir í höllina.

Eins og hefð er fyrir var keppt í skeiði í gegnum höllina en það fór svo að Mette Mannseth vann það á Vivaldi frá Torfunesi með tímann 4,86 sek. Í öðru sæti var Svavar Örn Hreiðarson á Skreppu frá Hólshúsum með tímann 5,14 sek. og þriðji var Guðmar Freyr Magnússon á Brimari frá Varmadal með tímann 5,18 sek. Guðmar kom einnig fram á stóðhestinum Rosa frá Berglandi við góðar undirtektir.

Sigurður Sigurðarson gerði sér ferð norður og keppti í skeiðinu og sýndi nokkur hross meðal annars Ágústínusarsoninn, Narfa frá Áskoti. Sigurður fékk glaðning frá Vélavali sem þakklætisvott fyrir að vera duglegur að mæta á sýningarnar ár eftir ár með frábær hross og fagmannlega framkomu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<