Mið-Fossar seldir
![](https://eidfaxi.is/wp-content/uploads/2022/01/mid_fossar_island_lbhi_hvanneyri-800x355.jpeg)
Á Mið-Fossum í Andakil er frábær aðstaða en á staðnum er stórt hesthús fyrir um 70 hross, glæsileg reiðhöll og góð aðstaða til hestamennsku og reiðkennslu auk jarðnæðis og annars húsakosta.
Landbúnaðarháskóli Íslands hefur leigt aðstöðuna undanfarin 16 ár og nýtt til kennslu í hestafræðum og reiðmennsku. Gengið hefur verið frá kaupunum og hefur háskólinn því tryggt sér aðstöðuna til framtíðar. Í viðtali við Skessuhornið segir Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Lbhí að þetta séu miklar gleði fréttir og opnar þetta fyrir ýmis tækifæri til uppbyggingar.
Mikil aðsókn hefur verið í nám við Lbhí og hefur aðstaðan á Mið-Fossum verið fullnýtt og er hún því algjör grunnur fyrir verklega kennslu í hestatengdum föum við skólan. „Núna getum við eflt hestafræðina enn frekar og gert meira úr því námi sem og breikkað möguleika á námskeiðshaldi. Við getum jafnvel farið að bjóða upp á námskeið fyrir fólk erlendis frá sem getur komið yfir sumartímann og fengið að gista á nemendagörðum sem eru ekki fullnýttir á sumrin,“ segir Ragnheiður við Skessuhorn. Hún segir einnig að kaupin skapi ný sóknarfæri fyrir aðrar námsbrautir og endurmenntun við skólann m.a. í jarðrækt og umhverfisrannsóknum.