Landsamband hestamanna Miðasala í fullum gangi fyrir Uppskeruhátíð hestafólks

  • 29. október 2025
  • Fréttir

Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr.

Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign.

Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. 

Miðasala fer fram í vefverslun LH – takmarkaður fjöldi sæta í boði!!

Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar