Mikið um dýrðir í Frederikshavn

  • 3. febrúar 2020
  • Fréttir
Um helgina fór fram ísmót í Frederikshavne í Danmörku. Keppt var í þremur keppnisgreinum fjórgangi, fimmgangi og tölti

Mikið af fólki sótti mótið heim enda komu þar fram margir frábærir knapar og hestar. Öll keppni fór fram á laugardaginn en byrjað var á forkeppni um morguninn, A-úrslit voru  haldin um miðjan daginn og svo var hápunkturinn, A-úrslit um kvöldið.

Það var Þórður Þorgeirsson sem sigraði keppni í fimmgangi á Kraft von Horsemate með einkunnina 8,38 í úrslitum. Í öðru sæti varð Steffi Svendsen á Mídasi fra Jelshøjen og í þriðja sæti varð Magnús Skúlason á Hraunari frá Efri-Rauðalæk.

Í fjórgangi var það Styrmir Árnason sem hreppti gullið á hestinum Mugison frá Þjóðólfshaga 1 fékk hann í einkunn 8,17. Í öðru sæti varð Steffi Svendsen á Vita frá Kagaðarhóli og þriðji varð Christina Lund á Lukku-Blesa frá Selfossi.

Jóhann Rúnar Skúlason sigraði keppni í tölti á Finnboga frá Minni-Reykjum með 9,16 í einkunn í öðru sæti varð Sigurðir Óli Kristinsson á Sólbjarti frá Kjarri og í því þriðja Petronella Davidson á Nóa frá Brösarpsgården.

Þá hlaut Steffi Svendsen reiðmennsku verðlaun Feif á mótinu.

Myndir sem fylgja fréttinni eru fengnar af Facebook síðu mótsins.

  Tölt    
Sæti. Knapi Hestur Einkunna
1 Johann R. Skulason Finnbogi frá Minni-Reykjum 9,16
2 Sigurður Óli Kristinsson Sólbjartur frá Kjarri 8,34
3 Petronella Davidsson Noi från Brösarpsgården 7,72
4 Stymir Árnason Ljóri frá Hörgslandi 7,67
5 Finnur Bessi Svarvasson Glitnir frá Margrétarhofi 7,33
6 Bernt Severinsen Terna fra Kleiva 5,72

 

Jóhann Skúlason stóð efstur í tölti

 

  Fimmgangur    
Sæti. Knapi Hestur Einkunn
1 Þórdur Þorgeirsson Kraftur von Horsemate 8,38
2 Steffi Svendsen Mídas fra Jelshøjen 8,09
3 Magnús Skúlason Hraunar frá Efri-Rauðalæk 7,92
4 Stymir Árnason Jarl frá Höskuldsstöðum 7,79
5 Koki Olufsson Frami vom Hrafnsholt 6,71
6 Vigdís Matthíasdóttir Herdís från Prästgården 4,17

 

Þórður Þorgeirsson stóð efstur í fimmgangi

 

  Fjórgangur    
Sæti Knapi Hestur Einkunn
1 Stymir Árnason Mugison frá Þjóðólfshaga 1 8,17
2 Steffi Svendsen Viti frá Kagaðarhóli 8,05
3 Christina Lund Lukku-Blesi frá Selfossi 7,79
4 Finnur Bessi Svarvasson Glitnir frá Margrétarhofi 7,54
5 Sys Pilegaard Beta fra Sepi 7,46
6 Madeleine Wickström Heiðna frá Blesastöðum 1A 7,08

Styrmir Árnason sigurvegari í fjórgangi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Öll úrslit mótsins má nálgast með því að smella hér

 

 

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar