„Mikil framför í Sörla og við getum meira“

Nú er forsýningu á 5.vetra gömlum stóðhestum lokið en alls voru fimm hestar sýndir í þeim flokki.
Fulltrúi Íslands í þessum flokki er Sörli frá Lyngási sýndur af Agnari Þór Magnússyni. Ræktandi hans er Lárus Ástmar Hannesson en hann er eigandi ásamt Lyngás HS ehf. Faðir Sörla er Pensill frá Hvolsvelli og móðir er Athöfn frá Stykkishólmi. Sörli bætti við einkunn sýna frá því í vor og hlaut nú 8,38 fyrir hæfileika, með 8,37 fyrir sköpulag og 8,38 í aðaleinkunn.
Í viðtali við Eiðfaxa að lokinni sýningu var Agnar kátur með niðurstöðuna og taldi sig geta bætt í á yfirliti en viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Efstur í flokknum að lokinni forsýningu er Stáli från Skáneyland sýndur af Agnari Snorra Stefánssyni en Stáli er fulltrúi Svíþjóðar. Hann er undan Sörla og Hríslu från Skáneyland. Hlaut hann í aðaleinkunn 8.40.
5.vetra flokkur stóðhesta
Hross | Sýnandi | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Stáli från Skáneyland | Agnar Snorri Stefansson | 8,47 | 8,35 | 8,40 |
Sörli frá Lyngási | Agnar Þór Magnússon | 8,37 | 8,38 | 8,38 |
Desert fra Vivildgård | Hans-Christian Løwe | 8,39 | 8,05 | 8,17 |
Svarthöfði vom Bockholts-Hoff | Þórður Þorgeirsson | 8,39 | 7,77 | 7,99 |
Frami fra Kolneset | Gunnlaugur Bjarnason | 8,52 | 7,40 | 7,79 |