Svíþjóð Mikill áhugi á gæðingamótum í Svíþjóð

  • 24. ágúst 2023
  • Fréttir
Það styttist í sænska meistaramótið í gæðingakeppni.

Sænska meistaramótið í gæðingakeppni verður haldið í Norrköping í Svíþjóð dagana 7. til 10. september. Samkvæmt heimildum Eiðfaxa hefur skráning og áhugi aldrei verið meiri fyrir gæðingamótum í Svíþjóð.

„Síðustu helgi voru haldin fjórtán mismunandi gæðingamót, sem er metfjöldi móta haldin sömu helgina í Svíþjóð. Næstu helgi verða síðan þrjú önnur mót haldin fyrir þá sem ekki enn hafa nælt sér í einkunn inn á meistaramótið“ segir Nina Bergholz.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar