“Mikill áhugi fyrir íslenska hestinum í Svíþjóð”
Þau Sigurjón Pálmi Einarsson og Linnéa Einarsson hafa á undanförnum fimm árum byggt upp frábæra aðstöðu á búgarðinum Stormyra, sem staðsettur er við bæinn Söderhamn í Svíþjóð.
Sigurjón Pálmi, sem oft er þekktur undir gælunafninu Sissó, er fæddur og uppalinn á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann er dýralæknir að mennt og rekur að Stormyra dýraspítala, Linnéa þjálfar hross allt árið um kring en saman eiga þau börnin Aðalbjörgu og Arnar Inga.
Blaðamaður Eiðfaxa var á ferðinni og tók við þau viðtal sem horfa má á í spilaranum hér að neðan.