Mikilvægt að tryggja útigangshrossum vatn í frosta- og þurrkatíð
Mikilvægt er að fylgjast vel með aðstæðum útigangshrossa nú þegar mikil frost og þurrkatíð eru víða um land. Við slíkar aðstæður getur aðgangur að vatni orðið takmarkaður þar sem vatn frýs og snjór liggur ekki yfir jörðu, sérstaklega þarf að huga að mjólkandi hryssum.
Jafnframt er mikilvægt að forðast saltgjöf, melassabætiefni og próteinríkt fóður á meðan vatn er af skornum skammti, þar sem slíkt eykur vökvaþörf hrossa. Slíkri gjöf er betra að fresta þar til aðgangur að vatni er tryggður.
Þótt íslenski hesturinn sé vel aðlagaður útigangi allan ársins hring, krefjast erfiðar veðuraðstæður aukins eftirlits. Hrossaeigendur eru hvattir til að fylgjast með veðurspám, vitja hrossa reglulega og grípa inn í þegar aðstæður kalla á það, til að tryggja velferð þeirra yfir vetrartímann.
Á vef Matvælastofnunar (MAST) er að finna upplýsingar til handa hrossaeigendum um hvernig huga skal að hrossum á útigangi.
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
„Nú tekur við að velja í landsliðshóp og heyra í knöpum“
Forsölutilboð framlengt til 5. janúar