Noregur Milljón fra Bergkåsa hæst dæmda norsk fædda hrossið

  • 6. október 2024
  • Fréttir

Milljón fra Bergkåsa, sýnandi Elvar Þormarsson Mynd: aðsend

Kynbótasýningarárið í Noregi

Nú þegar kynbótasýningum er lokið um allan heim er gaman að renna yfir kynbótaárið og fá smá mynd á kynbótastarf ársins í mismunandi aðilarlöndum FEIF. Byrjum á Noregi en þar voru haldnar þrjár kynbótasýningar og á þessum sýningum voru sýnd 52 hross og hlutu 40 af þeim fullnaðardóm.

Í ár voru sýnd 36 hross sem fædd voru í Noregi. Flest voru þau í flokki 7 vetra og eldri en tveir fjögurra vetra stóðhestar voru sýndir, sex fimm vetra hross og níu sex vetra hross. Meðaltal aðaleinkunnar var 7,76.

Hæsta dóminn hlaut Milljón fra Bergkåsa en hann hlaut fyrir sköpulag 8,32 og fyrir hæfileika 8,54 sem gerir 8,46 í aðaleinkunn. Hann hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt og samstarfsvilja. Milljón er átta vetra undan Framherja frá Flagbjarnarholti og Skímu fra Bujord. Liv Runa Sigtryggsdóttir er eigandi og ræktandi Milljón en það var Elvar Þormarsson sem sýndi hann.

Hæst dæmda hryssan var einnig fra Bergkåsa og undan Framherja frá Flagbjarnarholti en það er hún Framsýn fra Bergkåsa sem hlaut fyrir sköpulag 8,07 og fyrir hæfileika 8,38 sem gerir 8,27 í aðaleinkunn. Móðir Framsýnar er Ímynd fra Bergkåsa en ræktendur og eigendur eru Sigtryggur Benediktsson og Elisabeth Saga. Sýnandi var Elvar Þormarsson.

Hér eru efstu tíu norsk fæddu hrossin sem sýnd voru á árinu:

IS númer Hross Uppruni Ae. Faðir Móðir
NO2016208079 Milljón Bergkåsa 8.46 Framherji Flagbjarnarholti Skíma Bujord
NO2016208078 Framsýn Bergkåsa 8.27 Framherji Flagbjarnarholti Ímynd Bergkåsa
NO2020111063 Frami Kolneset 8.19 Framherji Flagbjarnarholti Skerpla Kolneset
NO2018211019 Álfadís Kolneset 8.18 Álfasteinn Selfossi Skerpla Kolneset
NO2019211004 Samba Fossan 8.11 Birkir Fossan Skjóða Selfossi
NO2014212056 Eydís Vikamyr 8.05 Oliver Kvistum Tandra Ragnheiðarstöðum
NO2018211076 Stemning Skarstad 8.05 Þráður Þúfu í Landeyjum Stjerna Kolnes
NO2017208112 Gloría Bergkåsa 8.05 Þráður Þúfu í Landeyjum Ímynd Bergkåsa
NO2016211130 Stella Kolneset 8.03 Hörður Kolneset Skutla Vestri-Leirárgörðum

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar