Milljón í 9,5 tölt og samstarfsvilja
Önnur kynbótasýning ársins í Noregi fór fram í dag og í gær í Seljord. Dómarar á sýningunni voru þeir Guðbjörn Tryggvason og Þorvaldur Kristjánsson. Alls mættu 18 hross til dóms og þar af 16 til fullnaðardóms.
Hæst dæmda hross sýningarinnar var Milljón fra Bergkåsa, 8 vetra gömul hryssa undan Framherja frá Flagbjarnarholti og Skímu fra Bujord. Ræktandi, eigandi og þjálfar hennar er Liv Runa Sigtryggsdottir en Elvar Þormarsson sýndi hana í dómnum. Milljón hlaut 8,32 fyrir sköpulag, 8,54 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,46, magnaður dómur á klárhryssu en hún hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt og samstarfsvilja.
Þá sýndi Elvar Þormarsson einnig Yrsu frá Tvennu sem hlaut 8,05 fyrir sköpulag, 8,55 fyrir hæfileika og 8,38 í aðaleinkunn. Þar af 9,0 fyrir tölt, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt. Yrsa er undan Konsert frá Hofi og Þöll frá Selfossi ræktandi er samkvæmt Worldfeng Tvenna ehf / Thomas Kreutzfeldt en eigandi er Kristofer Bjørke
Hér fyrir neðan má sjá öll hross á sýningunni raðað eftir aðaleinkunn.
Hross á þessu móti | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn | Sýnandi | Þjálfari |
NO2016208079 Milljón fra Bergkåsa | 8.32 | 8.54 | 8.46 | Elvar Þormarsson | Liv Runa Sigtryggsdottir |
IS2016201226 Yrsa frá Tvennu | 8.05 | 8.55 | 8.38 | Elvar Þormarsson | Liv Runa Sigtryggsdottir |
NO2016208078 Framsýn fra Bergkåsa | 8.07 | 8.38 | 8.27 | Elvar Þormarsson | Liv Runa Sigtryggsdottir |
NO2018211019 Álfadís fra Kolneset | 8.18 | 8.18 | 8.18 | Gunnlaugur Bjarnason | Gunnlaugur Bjarnason |
IS2016164229 Sölvi frá Finnastöðum | 8.21 | 8.15 | 8.18 | Elvar Þormarsson | Liv Runa Sigtryggsdottir |
NO2017208112 Gloría fra Bergkåsa | 8.33 | 7.89 | 8.05 | Elvar Þormarsson | Liv Runa Sigtryggsdottir |
NO2016211130 Stella fra Kolneset | 8.06 | 8.02 | 8.03 | Steinar Clausen Kolnes | Steinar Clausen Kolnes |
NO2016208012 Tíbrá fra Storebø | 8.01 | 7.8 | 7.87 | Elvar Þormarsson | Liv Runa Sigtryggsdottir |
NO2018115157 Djass fra Jakobsgården | 8.15 | 7.57 | 7.77 | Stian Pedersen | Agnes Helga Helgadóttir |
NO2018115237 Gangvari fra Melsvoll | 8.21 | 7.51 | 7.76 | Stian Pedersen | Torunn Hjelvik |
NO2013210033 Þoka fra Aurenes | 7.81 | 7.72 | 7.75 | Gunnlaugur Bjarnason | Anja Aurenes |
NO2019111047 Aris fra Skarstad | 7.96 | 7.6 | 7.73 | Steinar Clausen Kolnes | Steinar Clausen Kolnes |
NO2019211126 Freyja fra Brekkeneset | 7.99 | 7.55 | 7.71 | Gunnlaugur Bjarnason | Gunnlaugur Bjarnason |
NO2017204236 Stjarna fra Kringeland | 8.09 | 7.44 | 7.67 | Gunnlaugur Bjarnason | Kamilla Pettersen |
NO2018210166 Óvænt fra Løland | 7.69 | 7.18 | 7.36 | Gunnlaugur Bjarnason | Gunnlaugur Bjarnason |
NO2013206083 Kengála fra Meren | 7.64 | 6.71 | 7.04 | Hanne Kjærstad Helgerud | Hanne Kjærstad Helgerud |
NO2021202126 Meyla fra Losby | 7.9 | Nadia Torsvik | Nadia Torsvik | ||
NO2021108201 Vinur fra Hanto | 7.54 | Anita Høidalen | Anita Høidalen |