Noregur Milljón í 9,5 tölt og samstarfsvilja

  • 15. maí 2024
  • Fréttir

Kristofer Bjørke heldur í Yrsu frá Tvennu, Elvar Þormarsson og Liv Runa Sigtryggsdóttir sem heldur í Millljón fra Berkåsa

Kynbótasýning í Seljord í Noregi

Önnur kynbótasýning ársins í Noregi fór fram í dag og í gær í Seljord. Dómarar á sýningunni voru þeir Guðbjörn Tryggvason og Þorvaldur Kristjánsson. Alls mættu 18 hross til dóms og þar af 16 til fullnaðardóms.

Hæst dæmda hross sýningarinnar var Milljón fra Bergkåsa, 8 vetra gömul hryssa undan Framherja frá Flagbjarnarholti og Skímu fra Bujord. Ræktandi, eigandi og þjálfar hennar er Liv Runa Sigtryggsdottir en Elvar Þormarsson sýndi hana í dómnum. Milljón hlaut 8,32 fyrir sköpulag, 8,54 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,46, magnaður dómur á klárhryssu en hún hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt og samstarfsvilja.

Elvar og Milljón

Þá sýndi Elvar Þormarsson einnig Yrsu frá Tvennu sem hlaut 8,05 fyrir sköpulag, 8,55 fyrir hæfileika og 8,38 í aðaleinkunn. Þar af 9,0 fyrir tölt, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt. Yrsa er undan Konsert frá Hofi og Þöll frá Selfossi ræktandi er samkvæmt Worldfeng Tvenna ehf / Thomas Kreutzfeldt en eigandi er Kristofer Bjørke

Hér fyrir neðan má sjá öll hross á sýningunni raðað eftir aðaleinkunn.

Hross á þessu móti Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn Sýnandi Þjálfari
NO2016208079 Milljón fra Bergkåsa 8.32 8.54 8.46 Elvar Þormarsson Liv Runa Sigtryggsdottir
IS2016201226 Yrsa frá Tvennu 8.05 8.55 8.38 Elvar Þormarsson Liv Runa Sigtryggsdottir
NO2016208078 Framsýn fra Bergkåsa 8.07 8.38 8.27 Elvar Þormarsson Liv Runa Sigtryggsdottir
NO2018211019 Álfadís fra Kolneset 8.18 8.18 8.18 Gunnlaugur Bjarnason Gunnlaugur Bjarnason
IS2016164229 Sölvi frá Finnastöðum 8.21 8.15 8.18 Elvar Þormarsson Liv Runa Sigtryggsdottir
NO2017208112 Gloría fra Bergkåsa 8.33 7.89 8.05 Elvar Þormarsson Liv Runa Sigtryggsdottir
NO2016211130 Stella fra Kolneset 8.06 8.02 8.03 Steinar Clausen Kolnes Steinar Clausen Kolnes
NO2016208012 Tíbrá fra Storebø 8.01 7.8 7.87 Elvar Þormarsson Liv Runa Sigtryggsdottir
NO2018115157 Djass fra Jakobsgården 8.15 7.57 7.77 Stian Pedersen Agnes Helga Helgadóttir
NO2018115237 Gangvari fra Melsvoll 8.21 7.51 7.76 Stian Pedersen Torunn Hjelvik
NO2013210033 Þoka fra Aurenes 7.81 7.72 7.75 Gunnlaugur Bjarnason Anja Aurenes
NO2019111047 Aris fra Skarstad 7.96 7.6 7.73 Steinar Clausen Kolnes Steinar Clausen Kolnes
NO2019211126 Freyja fra Brekkeneset 7.99 7.55 7.71 Gunnlaugur Bjarnason Gunnlaugur Bjarnason
NO2017204236 Stjarna fra Kringeland 8.09 7.44 7.67 Gunnlaugur Bjarnason Kamilla Pettersen
NO2018210166 Óvænt fra Løland 7.69 7.18 7.36 Gunnlaugur Bjarnason Gunnlaugur Bjarnason
NO2013206083 Kengála fra Meren 7.64 6.71 7.04 Hanne Kjærstad Helgerud Hanne Kjærstad Helgerud
NO2021202126 Meyla fra Losby 7.9 Nadia Torsvik Nadia Torsvik
NO2021108201 Vinur fra Hanto 7.54 Anita Høidalen Anita Høidalen

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar