Minna en mánuður í World Toelt í Danmörku

  • 29. janúar 2022
  • Fréttir
Frábærir hestar skráðir til leiks þ.á.m. Kveikur, Arthúr, Evert, Óðinn og fleiri gæðingar

World Toelt er stærsti innanhús viðburður hestaheimsins en viðburðurinn er haldinn í Odense í Danmörku. Nú hafa danir lagt niður allar takmarkanir og hefur því verið opnað aftur fyrir skráningu og miðasala er enn í fullum gangi.

World Toelt fer fram föstudaginn 25. og laugardaginn 26. febrúar. Þarna koma saman keppendur frá Skandinavíu og norður hluta Evrópu og kynna hesta sín en einnig er stórt sýningarsvæði með allt sem hjartað þitt girnist.

Þetta stefnir í mikla veislu en nú þegar hafa spennandi pör skráði sig annað hvort í íþróttakeppnina eða stóðhestasýninguna. Pör á borð við tíu töltarann Evert frá Slippen og Jóhann R. Skúlason, heimsmeistarinn í fimmgangi Jon Stenild og Eilifur fra Teglborg, Frauke Schenzel á Óðinn Vom Habichtsvald, Nils Christian Larsen á Flaum frá Sólvangi, svo eitthvað sé nefnt.

Finnborgi frá Minni-Reykjum mætir með nýjum knapa Tine Terkildsen. Vignir Jónasson mætir með Viking fran Österaker og fleiri frábærir hestar! Í stóðhestasýninguna er Kveikur frá Stangarlæk skráður til leiks en það eru eflaust margir spenntir að sjá hann ! Atrthúr frá Baldurshaga er einnig skráður en nú þegar eru 16 hestar skráðir til leiks og átta laus pláss.


Hestar skráðir í stóðhestasýninguna

 

Þátttakendur í íþróttakeppninni

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar