Minning um Óskastein frá Íbishóli

  • 9. janúar 2022
  • Fréttir
Höfðingi er fallinn.
Segja má að stutt sé á milli gleði og sorgar. Við tilkynnum með sorg í hjarta að Óskasteinn frá Íbishóli er fallinn 17 vetra gamall.
Að morgni 7. janúar var Óskasteinn veikur þegar við komum út í hesthús. Hann var greinilega kvalinn og með mikinn hita. Við hringdum í Stefán dýralækni í Glæsibæ sem kom um hæl.
Hér koma orð dýralæknateymis sem sáu um aðgerðina:
„Óskasteinn kemur til dýralæknis vegna alvarlegra hrossasóttareinkenna. Hann er skorinn upp og við skoðun í kviðarholi kemur fram gat á fremsta hluta smáþarma. Þarmainnihald var komið inn í kviðarhol sem olli alvarlegum eitrunareinkennum og sjokki sem leiddi hann til dauða. Ákveðið var að senda þennan hluta þarmsins í nákvæma vefjagreiningu til að komast (vonandi) að ástæðu þess að hann rifnar“. Dýralæknateymið sem tók á móti Óskasteini voru Helga Gunnarsdóttir, Stefán Friðriksson og Annemie Milissen.
Óskasteinn fæddist sumarið 2005 og var bara nokkuð venjulegur jarpur hestur að sjá en hafði greinilega mikið til brunns að bera þegar hann hreyfði sig. Eins og mæður eru, var móðir hans strax rígmontin af afkvæminu og hefur greinilega verið með það á hreinu hversu miklu yfirburðar hestur hann yrði.
Hann var auðtaminn og strax fjögurra vetra tilbúinn í allar hraðaútfærslur á tölti og hafði hann ásamt knapanum gaman af því og kannski aðeins á kostnað brokkþjálfunar. Alltaf pössuðu þeir sig báðir á því að njóta stundarinnar.
Óskasteinn fullþroskaður var sérstaklega rúmur hvort sem var á tölti, brokki eða skeiði. Töltið var hans aðall, mjúkt, skreflangt, rúmt og var hann með einsaklega góðan burð á hægu.
Með sitt flotta afturfótaskref og einstaka mýkt er Óskasteinn ásamt móður sinni farinn að tölta um grænu grundirnar en hún var einnig yfirburðarhross með fádæma geðslag og ganghæfileika.
Við erum óendanlega þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við fengum með þessum höfðingja og náttúrubarni og vöndum okkur nú við að njóta allra hans afkvæma sem hann skilur eftir sig.
Hans verður sárt saknað um ókomna framtíð ❤️
In memory of a great horse and a true friend.
Our beloved Óskasteinn from Íbishóll was taken from us on Friday 7th January. He had symptoms of colic and was driven straight to the veterinary clinic at Glæsibæ. He was in shock and had a high fever and did not survive the operation. It turned out that the duodenum which is the first part of the small intestine located between the stomach and the middle part of the small intestine had ruptured. The reason for the rupture is unclear and the ruptured part of the duodenum has been sent for further investigations.
Óskasteinn was always a very special horse both for his naturally talented gaits and his character. He will be deeply missed every day, but we are also very thankful for all the good memories and all the amazing offspring that he gave us!
Óskasteinn is forever in our hearts! ❤️

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar