Minningarathöfn um Vigni Jónasson

  • 23. maí 2024
  • Tilkynning

Minningarathöfn um Vigni Jónasson verður haldin laugardaginn 1. júní. Athöfnin fer fram við reiðhöllina í Stykkishólmi. Athöfnin verður haldin í tengslum við gæðingamót Hestamannafélagsins Snæfellings og verður tímasetning auglýst síðar en reikna má með að hún hefjist á milli klukkan 13 og 14.

Með athöfninni vilja vinir og aðstandendur heiðra minningu Vignis og verður meðal annars afhjúpaður minnisplatti til minningar um Vigni.

Allir sem áhuga hafa á að minnast Vignis eru velkomnir.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar