Meistaradeild KS í hestaíþróttum „Mjög gaman að vera til og ég mun lifa lengi á þessum sigri“

  • 3. maí 2025
  • Fréttir

Kampakát Klara, sigurvegari Meistaradeildar KS. Á myndinni heldur hún í tvö af keppnishrossum sínum þau Hnotu frá Þingnesi (jörp) og Gletti frá Þorkelshóli (fífilbleikur blesóttur)

Klara Sveinbjörns og lið Storm Rider sigurvegarar í KS deildinni

Lokakvöldið í Meistaradeild KS fór fram í gærkvöldi, föstudaginn 2 maí, í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þar sem keppt var í tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Mikil spenna var fyrir kvöldinu um það hverjir stæðu uppi sem heildarsigurvegarar bæði í einstaklings og liðakeppni.

Kvöldið hófst á keppni í tölti þar sem Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum unnu með nokkrum yfirburðum. Þau hlutu 7,57 í einkunn í forkeppni og 7,94 í úrslitum. Annar varð Þórarinn Eymundsson á Náttfara frá Varmalæk með 7,72 í einkunn í úrslitum og í þriðja sæti varð Konráð Valur Sveinsson á Tvífara frá Varmalæk með 7,22 í úrslitum.

Konráð Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk voru svo á kunnulegum slóðum í flugskeiðinu og sigruðu keppinauta sína á tímanum 4,61 sekúndum. Annar varð Atli Freyr Maríönnuson á Elmu frá Staðarhofi á 4,86 sekúndum og í þriðja sæti Þórgunnur Þórarinsdóttir á Sviðri frá Reykjavík á 4,88 sekúndum.

Í heildarstigakeppni knapa var það Klara Sveinbjörnsdóttir, liðsmaður í liði  Líflands, sem stóð uppi sem sigurvegari eftir jafna og góða frammistöðu í vetur í flestum greinum.  Annar varð Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og í þriðja sæti Konráð Valur Sveinsson.

Í samtali við Eiðfaxa hafði Klara þetta um sigurinn að segja. „Ég þakka sigurinn frábærum hestakosti sem ég hafði úr að ráða í vetur.  Mínum eigin hestum þeim Hnotu og Gletti og einnig þeim þremur hryssum sem ég fékk lánaðar hjá Hólaskóla í vetur en það voru þær Druna, Mörk og Hrina. Þá er ég umvafinn frábæru fólki sem hefur stutt mig í einu og öllu í vetur. Í dag er mjög gaman að vera til og ég mun lifa lengi á þessum sigri.“

Lið Storm Rider vann heildarstigakeppni liða en liðsmenn þar eru þeir Elvar Einarsson liðsstjóri, Bergur Jónson, Bjarni Jónasson, Finnbogi Bjarnason og Þórarinn Ragnarsson.

Heildarniðurstöður í tölti

Tölt T1
Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Mette Mannseth Hannibal frá Þúfum 7,57
2 Þórarinn Eymundsson Náttfari frá Varmalæk 7,33
3 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Grettir frá Hólum 6,93
4 Konráð Valur Sveinsson Tvífari frá Varmalæk 6,87
5 Kristján Árni Birgisson Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr. 6,80
6 Þorsteinn Björn Einarsson Hringaná frá Hofi á Höfðaströnd 6,80
7 Finnbogi Bjarnason Taktur frá Dalsmynni 6,80
8 Elvar Einarsson Muni frá Syðra-Skörðugili 6,80
9 Klara Sveinbjörnsdóttir Hnota frá Þingnesi 6,73
10 Erlingur Ingvarsson Dimmalimm frá Hrísaskógum 6,73
11 Þorvaldur Logi Einarsson Hágangur frá Miðfelli 2 6,63
12-13 Katla Sif Snorradóttir Sæmar frá Stafholti 6,60
12-13 Þórey Þula Helgadóttir Hrafna frá Hvammi I 6,60
14 Þórgunnur Þórarinsdóttir Hetja frá Hestkletti 6,53
15 Bergur Jónsson Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum 6,50
16 Sigrún Rós Helgadóttir Grásteinn frá Hofi á Höfðaströnd 6,20
17 Ingunn Ingólfsdóttir Ugla frá Hólum 6,17
18 Magnús Bragi Magnússon Leistur frá Íbishóli 6,10
19 Barbara Wenzl Höfn frá Kagaðarhóli 6,03
20 Þorsteinn Björnsson Eiður frá Hólum 5,60
21 Sigurður Heiðar Birgisson Bragi frá Efri-Þverá 5,43
B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Elvar Einarsson Muni frá Syðra-Skörðugili 7,39
7 Þorsteinn Björn Einarsson Hringaná frá Hofi á Höfðaströnd 7,17
8 Erlingur Ingvarsson Dimmalimm frá Hrísaskógum 7,06
9 Klara Sveinbjörnsdóttir Hnota frá Þingnesi 6,94
10 Finnbogi Bjarnason Taktur frá Dalsmynni 6,89
A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Mette Mannseth Hannibal frá Þúfum 7,94
2 Þórarinn Eymundsson Náttfari frá Varmalæk 7,72
3 Konráð Valur Sveinsson Tvífari frá Varmalæk 7,22
4-5 Kristján Árni Birgisson Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr. 7,00
4-5 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Grettir frá Hólum 7,00

Niðurstöður í flugskeiði

Sæti Knapi Hross Tími
1 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 4,61
2 Atli Freyr Maríönnuson Elma frá Staðarhofi 4,86
3 Þórgunnur Þórarinsdóttir Sviðrir frá Reykjavík 4,88
4 Jóhann Magnússon Píla frá Íbishóli 4,91
5 Klara Sveinbjörnsdóttir Glettir frá Þorkelshóli 2 4,96
6 Agnar Þór Magnússon Stirnir frá Laugavöllum 4,97
7 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 4,99
8 Mette Mannseth Vívaldi frá Torfunesi 5,06
9 Elvar Einarsson Tvistur frá Garðshorni 5,14
10 Þórarinn Eymundsson Lukka frá Breiðholti, Gbr. 5,14
11 Kristján Árni Birgisson Krafla frá Syðri-Rauðalæk 5,15
12 Þorsteinn Björn Einarsson Gerpla frá Hofi á Höfðaströnd 5,16
13 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Alviðra frá Kagaðarhóli 5,16
14 Bergur Jónsson Snædís frá Kolsholti 3 5,27
15 Vignir Sigurðsson Sigur frá Bessastöðum 5,28
16 Þorsteinn Björnsson Fála frá Hólum 5,36
17 Katla Sif Snorradóttir Djarfur frá Litla-Hofi 5,44
18-21 Magnús Bragi Magnússon Sólrósin frá Íbishóli 0,00
18-21 Ingunn Ingólfsdóttir Hrina frá Hólum 0,00
18-21 Finnbogi Bjarnason Eðalsteinn frá Litlu-Brekku 0,00
18-21 Sigurður Heiðar Birgisson Tign frá Ríp 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar