 „Mjög gaman að vera til og ég mun lifa lengi á þessum sigri“
								
												„Mjög gaman að vera til og ég mun lifa lengi á þessum sigri“					
					
				 
									  
																			Kampakát Klara, sigurvegari Meistaradeildar KS. Á myndinni heldur hún í tvö af keppnishrossum sínum þau Hnotu frá Þingnesi (jörp) og Gletti frá Þorkelshóli (fífilbleikur blesóttur)
Lokakvöldið í Meistaradeild KS fór fram í gærkvöldi, föstudaginn 2 maí, í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þar sem keppt var í tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Mikil spenna var fyrir kvöldinu um það hverjir stæðu uppi sem heildarsigurvegarar bæði í einstaklings og liðakeppni.
Kvöldið hófst á keppni í tölti þar sem Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum unnu með nokkrum yfirburðum. Þau hlutu 7,57 í einkunn í forkeppni og 7,94 í úrslitum. Annar varð Þórarinn Eymundsson á Náttfara frá Varmalæk með 7,72 í einkunn í úrslitum og í þriðja sæti varð Konráð Valur Sveinsson á Tvífara frá Varmalæk með 7,22 í úrslitum.
Konráð Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk voru svo á kunnulegum slóðum í flugskeiðinu og sigruðu keppinauta sína á tímanum 4,61 sekúndum. Annar varð Atli Freyr Maríönnuson á Elmu frá Staðarhofi á 4,86 sekúndum og í þriðja sæti Þórgunnur Þórarinsdóttir á Sviðri frá Reykjavík á 4,88 sekúndum.
Í heildarstigakeppni knapa var það Klara Sveinbjörnsdóttir, liðsmaður í liði Líflands, sem stóð uppi sem sigurvegari eftir jafna og góða frammistöðu í vetur í flestum greinum. Annar varð Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og í þriðja sæti Konráð Valur Sveinsson.
Í samtali við Eiðfaxa hafði Klara þetta um sigurinn að segja. „Ég þakka sigurinn frábærum hestakosti sem ég hafði úr að ráða í vetur. Mínum eigin hestum þeim Hnotu og Gletti og einnig þeim þremur hryssum sem ég fékk lánaðar hjá Hólaskóla í vetur en það voru þær Druna, Mörk og Hrina. Þá er ég umvafinn frábæru fólki sem hefur stutt mig í einu og öllu í vetur. Í dag er mjög gaman að vera til og ég mun lifa lengi á þessum sigri.“
Lið Storm Rider vann heildarstigakeppni liða en liðsmenn þar eru þeir Elvar Einarsson liðsstjóri, Bergur Jónson, Bjarni Jónasson, Finnbogi Bjarnason og Þórarinn Ragnarsson.
Heildarniðurstöður í tölti
| Tölt T1 | |||
| Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur | |||
| Forkeppni | |||
| Sæti | Knapi | Hross | Einkunn | 
| 1 | Mette Mannseth | Hannibal frá Þúfum | 7,57 | 
| 2 | Þórarinn Eymundsson | Náttfari frá Varmalæk | 7,33 | 
| 3 | Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal | Grettir frá Hólum | 6,93 | 
| 4 | Konráð Valur Sveinsson | Tvífari frá Varmalæk | 6,87 | 
| 5 | Kristján Árni Birgisson | Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr. | 6,80 | 
| 6 | Þorsteinn Björn Einarsson | Hringaná frá Hofi á Höfðaströnd | 6,80 | 
| 7 | Finnbogi Bjarnason | Taktur frá Dalsmynni | 6,80 | 
| 8 | Elvar Einarsson | Muni frá Syðra-Skörðugili | 6,80 | 
| 9 | Klara Sveinbjörnsdóttir | Hnota frá Þingnesi | 6,73 | 
| 10 | Erlingur Ingvarsson | Dimmalimm frá Hrísaskógum | 6,73 | 
| 11 | Þorvaldur Logi Einarsson | Hágangur frá Miðfelli 2 | 6,63 | 
| 12-13 | Katla Sif Snorradóttir | Sæmar frá Stafholti | 6,60 | 
| 12-13 | Þórey Þula Helgadóttir | Hrafna frá Hvammi I | 6,60 | 
| 14 | Þórgunnur Þórarinsdóttir | Hetja frá Hestkletti | 6,53 | 
| 15 | Bergur Jónsson | Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum | 6,50 | 
| 16 | Sigrún Rós Helgadóttir | Grásteinn frá Hofi á Höfðaströnd | 6,20 | 
| 17 | Ingunn Ingólfsdóttir | Ugla frá Hólum | 6,17 | 
| 18 | Magnús Bragi Magnússon | Leistur frá Íbishóli | 6,10 | 
| 19 | Barbara Wenzl | Höfn frá Kagaðarhóli | 6,03 | 
| 20 | Þorsteinn Björnsson | Eiður frá Hólum | 5,60 | 
| 21 | Sigurður Heiðar Birgisson | Bragi frá Efri-Þverá | 5,43 | 
| B úrslit | |||
| Sæti | Knapi | Hross | Einkunn | 
| 6 | Elvar Einarsson | Muni frá Syðra-Skörðugili | 7,39 | 
| 7 | Þorsteinn Björn Einarsson | Hringaná frá Hofi á Höfðaströnd | 7,17 | 
| 8 | Erlingur Ingvarsson | Dimmalimm frá Hrísaskógum | 7,06 | 
| 9 | Klara Sveinbjörnsdóttir | Hnota frá Þingnesi | 6,94 | 
| 10 | Finnbogi Bjarnason | Taktur frá Dalsmynni | 6,89 | 
| A úrslit | |||
| Sæti | Knapi | Hross | Einkunn | 
| 1 | Mette Mannseth | Hannibal frá Þúfum | 7,94 | 
| 2 | Þórarinn Eymundsson | Náttfari frá Varmalæk | 7,72 | 
| 3 | Konráð Valur Sveinsson | Tvífari frá Varmalæk | 7,22 | 
| 4-5 | Kristján Árni Birgisson | Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr. | 7,00 | 
| 4-5 | Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal | Grettir frá Hólum | 7,00 | 
Niðurstöður í flugskeiði
| Sæti | Knapi | Hross | Tími | 
| 1 | Konráð Valur Sveinsson | Kastor frá Garðshorni á Þelamörk | 4,61 | 
| 2 | Atli Freyr Maríönnuson | Elma frá Staðarhofi | 4,86 | 
| 3 | Þórgunnur Þórarinsdóttir | Sviðrir frá Reykjavík | 4,88 | 
| 4 | Jóhann Magnússon | Píla frá Íbishóli | 4,91 | 
| 5 | Klara Sveinbjörnsdóttir | Glettir frá Þorkelshóli 2 | 4,96 | 
| 6 | Agnar Þór Magnússon | Stirnir frá Laugavöllum | 4,97 | 
| 7 | Daníel Gunnarsson | Kló frá Einhamri 2 | 4,99 | 
| 8 | Mette Mannseth | Vívaldi frá Torfunesi | 5,06 | 
| 9 | Elvar Einarsson | Tvistur frá Garðshorni | 5,14 | 
| 10 | Þórarinn Eymundsson | Lukka frá Breiðholti, Gbr. | 5,14 | 
| 11 | Kristján Árni Birgisson | Krafla frá Syðri-Rauðalæk | 5,15 | 
| 12 | Þorsteinn Björn Einarsson | Gerpla frá Hofi á Höfðaströnd | 5,16 | 
| 13 | Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal | Alviðra frá Kagaðarhóli | 5,16 | 
| 14 | Bergur Jónsson | Snædís frá Kolsholti 3 | 5,27 | 
| 15 | Vignir Sigurðsson | Sigur frá Bessastöðum | 5,28 | 
| 16 | Þorsteinn Björnsson | Fála frá Hólum | 5,36 | 
| 17 | Katla Sif Snorradóttir | Djarfur frá Litla-Hofi | 5,44 | 
| 18-21 | Magnús Bragi Magnússon | Sólrósin frá Íbishóli | 0,00 | 
| 18-21 | Ingunn Ingólfsdóttir | Hrina frá Hólum | 0,00 | 
| 18-21 | Finnbogi Bjarnason | Eðalsteinn frá Litlu-Brekku | 0,00 | 
| 18-21 | Sigurður Heiðar Birgisson | Tign frá Ríp | 0,00 | 
 „Mjög gaman að vera til og ég mun lifa lengi á þessum sigri“
								
												„Mjög gaman að vera til og ég mun lifa lengi á þessum sigri“					 
																							 
                 
             
                 
             Minningarorð um Ragnar Tómasson
                            	
                                                Minningarorð um Ragnar Tómasson                     
                 
             
                 
             
                 
             
                 
             
										 
                        
                 
                        
                 Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
                                        	
                                                                     
                                Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin                            