Mjótt á munum í Hammersdorf

  • 21. maí 2022
  • Fréttir

Irene Reber og Þokki frá Efstu-Grund leiða töltið T1 eftir forkeppni Mynd: Isibless / Ulrich Neddens www.tierfoto.biz

Niðurstöður frá forkeppni í tölti og slaktaumatölti

Í Þýskalandi fer fram WR íþróttakeppni á búgarðinum Pferdehof Menzinger nálægt Munich í Suður-Þýskalandi, búgarðurinn er í eigu Evu Menzinger og Villa Einarssonar. Það voru 32 gráðu hiti í gær, föstudag, þegar forkeppnin fór fram. Mjótt á munum var á ríkjandi þýska meistaranum Irene Reber á Þokka frá Efstu-Grund og Lisu Drath á Konserti frá Hofi í tölti T1.

Konsert frá Hofi og Lisa Drath eru í öðru sæti eftir forkeppni í tölti T1. Mynd: Isibless / Ulrich Neddens www.tierfoto.biz

Lisa leiðir slaktaumatöltið T2 á Byr frá Strandarhjáleigu (f: Sjóður frá Kirkjubæ). Efst eftir forkeppni í tölti T3 er Nathalie Schmid á Hörpu frá Fellskoti en hún er systir Hnokka frá Fellskoti. Jessica Heidenreich á Stæl frá Hrísdal eru efst eftir forkeppni í slaktaumatölti T4.

Besta unga hrossið í 5 vetra flokki í futurity í tölti var Sigurlín von Hammersdorf en hún er undan Sigri frá Dalbæ. Knapi á henni var Eva Menzinger og í flokki 6 vetra var dansk ræktaða hryssan Freyja fra Irumgård (f: Ögri frá Háholti) og knapi á henni var Anna Prössl.

Hér fyrir neðan eru efstu fimm í tölti og slaktaumatölti en niðurstöður frá mótinu er hægt að sjá HÉR

Hammersdorf – Tölt T1 (top 5)
1. Irene Reber – Þokki frá Efstu-Grund – 8,0 – 8,0 – 7,8 – 7,7 – 8,0 = 7,93
2. Lisa Drath – Konsert frá Hofi – 7,8 – 7,7 – 8,0 – 7,8 – 7,8 = 7,80
3. Irene Reber – Kjalar von Hagenbuch – 7,3 – 7,3 – 7,3 – 7,2 – 7,3 = 7,30
4. Lisa Drath – Ísöld frá Strandarhjáleigu – 7,2 – 7,5 – 7,3 – 7,0 – 7,3 = 7,27
5. Irene Reber – Kvistur von Hagenbuch – 6,8 – 6,7 – 7,2 – 7,0 – 7,2 = 7,00

Hammersdorf – Slaktaumatölt T2 (top 5)
1. Lisa Drath – Byr frá Strandarhjáleigu – 7,1 – 7,4 – 7,6 – 7,4 – 7,3 = 7,37
2. Vera Weber – Hamur von Federath – 6,4 – 7,2 – 6,9 – 6,8 – 6,9 = 6,87
3. Lucia Walleshauser – Tobi von Blastur – 6,3 – 5,9 – 6,0 – 6,5 – 6,1 = 6,13
4. Celina Probst – Mjölnir vom Lipperthof – 5,8 – 6,4 – 6,3 – 5,5 – 6,0 = 6,03
5. Noah Dedecek – Baldur frá Skúfslæk – 6,0 – 6,0 – 5,8 – 6,0 – 6,4 = 6,00

Hammersdorf – Tölt T3 (top 5)
1. Nathalie Schmid – Harpa frá Fellskoti – 7,5 – 7,0 – 7,3 – 6,3 – 7,0 = 7,10
2. Diljá Vilhjálmsdóttir Menzinger – Jódís frá Lækjarbotnum – 7,0 – 6,5 – 6,7 – 6,8 – 6,7 = 6,73
3. Moritz Frisch – Fjóla von Hagendorf – 6,5 – 6,8 – 6,7 – 5,8 – 6,8 = 6,67
4. Sabine Samplawsky-Graf – Hersir von Riedelsbach – 6,3 – 6,8 – 6,7 – 6,7 – 6,5 = 6,63
5. Julian Veith – Páfi frá Breiðholti í Flóa – 6,2 – 6,5 – 6,7 – 6,2 – 6,3 = 6,33
5. Silke Veith – Værð frá Þúfum – 6,3 – 6,2 – 6,5 – 6,5 – 5,7 = 6,33

Hammersdorf – Slaktaumatölt T4 (top 5)
1. Jessica Heidenreich – Stæll frá Hrísdal – 6,8 – 6,7 – 6,4 – 7,1 – 6,8 = 6,77
2. Villi Einarsson – Sigur frá Dalbæ – 6,5 – 6,7 – 6,3 – 6,5 – 6,8 = 6,57
2. Victoria Müller-Hausser – Ímynd von Etzenberg – 6,6 – 6,6 – 6,5 – 6,4 – 7,1 = 6,57
4. Johanna Holz – Undra-Bergur frá Íbishóli – 6,8 – 6,2 – 6,4 – 6,5 – 6,6 = 6,50
5. Alina Martin – Hörður frá Blesastöðum 1A – 6,3 – 6,7 – 6,6 – 5,9 – 6,0 = 6,30

Hammersdorf 2022 – Futurity 5 vetra
1. Eva Menzinger – Sigurlín von Hammersdorf – 7,13
2. Anja Huber – Berti vom Stegberg – 6,73
3. Eva Menzinger – Ballerína von Federath – 6,63
4. Eva Menzinger – Dáð von Hammersdorf – 6,00

Hammersdorf 2022 – Futurity 6 vetra
1. Anna Sophia Prößl – Freyja fra Irumgård – 7,40
2. Julian Veith – Sirkus vom Eisbach – 7,00
3. Vera Weber – Villingur vom Schloßberg – 6,86
4. Katharina Lutz – Fláki von Pframming – 6,83
5. Katrin Marx – Vaskur vom Wiedischenland – 6,70
6. Katharina Lutz – Lúkas von Pframming – 6,57
7. Feli Huber – Ljóra von der Ulenburg – 6,10
8. Amélie Ebenhoch – Skuggablakkur vom Lipperthof – 5,90
9. Rita Mallison – Títan frá Hvolsvelli – 5,50

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar