1. deildin í hestaíþróttum „Mótaröðin mun fara fram í HorseDay höllinni“

  • 10. janúar 2025
  • Tilkynning
Yfirlýsing 1. deildarinnar í hestaíþróttum

Hestamannafélagið Sprettur sendi frá sér fyrr í vikunni yfirlýsingu varðandi eignarhald 1. deildarinnar í hestaíþróttum og að 1. deildin yrði haldin í Samskipahöllinni í Spretti í vetur.

Í kjölfarið hefur stjórn félagasamtaka 1. deildarinnar í hestaíþróttum séð sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að stjórnin ásamt knöpum deildarinnar hafi ákveðið að mótaröðin fari fram í HorseDay höllinni á Ingólshvoli í vetur.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa tilkynningu frá stjórn deildarinnar, liðum og liðseigendum.

Tilkynningin:

Stjórn félagasamtakanna 1.deildarinnar í hestaíþróttum auk liða sem eiga þátttökurétt í deildinni hafa ákveðið að færa deildina um set og mun mótaröðin fara fram í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.

Stjórn og liðsmenn vilja þakka Spretti fyrir samstarfið á síðastliðnu ári og óska félaginu velfarnaðar á komandi árum.

Kær kveðja stjórn, lið og liðseigendur.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar