Mótshaldarar haldi keppni í flugskeiði utan húss

  • 12. maí 2023
  • Fréttir

Öryggisnefnd LH beinir þeim tilmælum til mótshaldara að keppni í flugskeiði sé haldin utan húss. Öryggisnefnd bendir á að alvarleg slys hafa orðið við æfingar á flugskeiði innan húss. Ef keppni er haldin innan húss, þrátt fyrir ofangreind tilmæli, verður að tryggja að aðstæður séu í samræmi við lög og reglur LH, niðurhægingarkafli sé nægilega langur og flóttaleið greið. Á það einnig við um æfingar á flugskeiði innan húss. Öryggisnefnd bendir á að hestamannafélag/mótshaldari hefur verið dæmt skaðabótaskylt vegna ófullnægjandi öryggis á æfingu í flugskeiði innan húss.

Mótshöldurum er bent á að þeir geta leitað álits og ráðgjafar hjá mannvirkjanefnd LH sem hefur það hlutverk að taka út keppnissvæði og öryggisnefndar.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar