Myndband af sýningu Viðars

  • 7. júní 2022
  • Fréttir

Viðar frá Skör hlaut 9,0 fyrir skeið, sýnandi var Helga Una Björnsdóttir Mynd: Nicki Pfau

Nýtt heimsmet á kynbótabrautinni í dag

Viðar frá Skör er nú hæst dæmdi hestur í heimi en hann var sýndur í dag af Helgu Unu Björnsdóttur og hlaut hann hvorki meira né minna en 9,04 í aðaleinkunn ! Yfirlit er á föstudag

Viðar er átta vetra undan Hrannari frá Flugumýri II og Vár frá Auðsholtshjáleigu. Ræktandi Viðars er Karl Áki Sigurðsson og eigendur eru þau Gitte og Flemming Fast.

Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 = 8,89
Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 9,5 = 9,12
Hægt tölt: 8,5

Aðaleinkunn: 9,04
Hæfileikar án skeiðs: 9,14
Aðaleinkunn án skeiðs: 9,05

HÉR er hægt að sjá alla sýningu Viðars frá því í dag.

Hægt er að horfa á allar kynbótasýningar ársins á Alendis.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar