Mývatn Open 2022

  • 28. febrúar 2022
  • Fréttir
Keppt verður í B flokki og tölti, A flokki og 100 m. skeiði

Ísmótið Mývatn Open verður haldið helgina 4-5. mars 2022 á Stakhólstjörn við Skútustaði í Mývatnssveit. Keppt verður í B flokki og tölti (2 styrkleikaflokkar), A flokki (1 styrkleikaflokkur,) og 100 m. skeiði. Hestamannafélagið Þjálfi býður í reiðtúr út á frosið Mývatn á föstudeginum og er öllum velkomið að taka þátt.

Dagskrá:
Föstudagur 4. mars
Hópreið um Mývatn kl. 16:30. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Hópreiðin fer frá Álftabáru.
Bílastæði eru við Sel-Hótel Mývatn.

Laugardagur 5. mars
10:00 keppni hefst
B-flokkur, 2. og 1. flokkur, forkeppni og úrslit.
Forkeppni riðin með frjálsu vali.
Sýna skal Hægt Tölt, Greitt Tölt, Brokk og frjálst.
Úrslit stórnað af þul.
A-flokkur, forkeppni og úrslit.
Forkeppni riðin með frjálsu vali.
Sýna skal Tölt, Brokk, Skeið og frjálst
Úrslit stórnað af þul.
Tölt, 2. og 1. flokkur, forkeppni og úrslit
Forkeppni riðin með frjálsu vali.
Sýna skal Hægt Tölt, Greitt Tölt, Tölt með hraðabreytingum fram og tilbaka.
Úrslit stjórnað af þul.
100 m. skeið

Skráningar í keppni er á sportfengur.com. Skráningarfrestur er til kl. 22:00 miðvikudaginn 2. mars. Skráningargjald er 3.000 kr. á hverja skráningu. Ekki verður tekið við greiðslu á staðnum. Afskráningar verða að hafa borist fyrir kl: 9:00 laugardaginn 5. mars.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar