Mývatn Open næstu helgi

Ísmótið Mývatn Open verður haldið laugardaginn 1. mars næstkomandi á Stakhólstjörn við Skútustaði í Mývatnssveit.
Keppt verður í B flokki (2 styrkleikaflokkar), tölti T3 (2 styrkleikaflokkar), A flokki (1 styrkleikaflokkur) og 100 m. skeiði.
Hestamannafélagið Þjálfi býður einnig í rieðtúr út á frosið Mývatn á föstudeginum og er öllum velkomið að taka þátt.
Dagskrá:
Föstudagur 28. febrúar
Hópreið um Mývatn kl. 16:30. Allir velkomnir, ekkert þáttökugjald.
Hópreiðin fer frá Álftabáru, bílastæði eru við Sel-hótel Mývatn.
Laugardagur 1. mars
Kl: 10:00 keppni hefst
B-flokkur, 2. og 1. flokkur, forkeppni og úrslit.
A-flokkur, forkeppni og úrslit
Tölt, 2. og 2. flokkur, forkeppni og úrslit.
100 m. skeið
Skráning fer fram á sportfengur.com. Skráningarfrestur er til kl. 23:00 miðvikudaginn 26. febrúar. Skráningargjald er 3.500 kr. á hverja skráningu. Ekki verður tekið við greiðslu á staðnum. Afskráningar verða að hafa borist fyrir klukkan 9:00 laugardaginn 1. mars