Enn ein stjörnusýningin hjà Ásmundi og Hlökk

Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði eru efst eftir forkeppni í slaktaumatölti með enga smá einkunn 8,80. Þetta er ein af hæstu einkunum sem gefin hefur verið í forkeppni í slaktaumatölti á Íslandsmóti eftir því sem Eiðfaxi kemst næst. Hæstu einkunn eiga þau Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Óskar frá Breiðstöðum en þau fóru í 8,83 á Íslandsmóti 2019. Jakob Svavar Sigurðsson hlaut einnig 8,80 á Íslandsmóti 2013 á Al frá Lundum.
Annar er Teitur Árnason á Úlf frá Hrafnagili með 8,40 og í þriðja Ólafur Andri Guðmundsson á Draum frá Feti með 8,20 í einkunn.
Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr forkeppni í slaktaumatölti í meistaraflokki.
Tölt T2 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 8,80
2 Teitur Árnason Úlfur frá Hrafnagili 8,40
3 Ólafur Andri Guðmundsson Draumur frá Feti 8,20
4 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum 8,10
5 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp 8,03
6 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 8,00
7-8 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bútur frá Litla-Dal 7,90
7-8 Glódís Rún Sigurðardóttir Magni frá Ríp 7,90
9 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni 7,70
10 Birna Olivia Ödqvist Ósk frá Stað 7,60
11 Hrefna María Ómarsdóttir Kopar frá Álfhólum 7,43
12-13 Finnbogi Bjarnason Leikur frá Sauðárkróki 7,37
12-13 Arnhildur Helgadóttir Frosti frá Hjarðartúni 7,37
14-15 Róbert Bergmann Gígjar frá Bakkakoti 7,30
14-15 Gústaf Ásgeir Hinriksson Hamar frá Varmá 7,30
16 Þórarinn Ragnarsson Valkyrja frá Gunnarsstöðum 7,10
17 Hanna Rún Ingibergsdóttir Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk 6,97
18 Finnbogi Bjarnason Einir frá Enni 6,87
19 Glódís Rún Sigurðardóttir Ottesen frá Ljósafossi 6,70
20 Sigrún Rós Helgadóttir Hagur frá Hofi á Höfðaströnd 6,53
21 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Þór frá Hekluflötum 6,43
22 Arnar Máni Sigurjónsson Arion frá Miklholti 6,37
23 Sigurður Vignir Matthíasson Bláfeldur frá Kjóastöðum 3 5,97
24 Þorsteinn Björn Einarsson Kórall frá Hofi á Höfðaströnd 5,53