Eiðfaxi TV Næsti viðmælandi í „Á mótsdegi“

  • 28. febrúar 2025
  • Fréttir
Ásta Björk fylgir eftir Hans Þór Hilmarssyni þegar hann keppir í fimmgangi í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum.

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fer fram í kvöld í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Keppt verður í fimmgangi og hefst keppni kl. 19:00. Frítt er inn í höllina en það er Toyota Selfossi sem bíður áhorfendum í stúkuna. Deildin verður einnig sýnd í beinni útsendingu á EiðfaxaTV.

Ást Björk Friðjónsdóttir hefur verið að fylgja eftir knöpum úr Meistaradeildinni í þáttaröðinni Á mótsdegi. Í fyrsta þætti fylgdi hún eftir Jóhönnu Margréti Snorradóttur í liði Hestvits/Árbakka og í öðrum þætti Hanne Smidesang úr liði Fet/Pulu en nú er komið að Hans Þór Hilmarssyni í liði Hjarðartúns en Hans keppir á Öl frá Reykjavöllum í kvöld en þeir eru Íslandsmeistarar í greininni.

Ekki missa af þessu öllu og svo miklu meira á www.eidfaxitv.is og tryggðu þér áskrift.

Ráslisti liggur fyrir og má nálgast hann með því að smella hér. Viltu fræðast meira um EiðfaxaTV, smelltu þá hér. 

Auk þess að upplifunin að vera áhorfandi í salnum er alltaf mögnuð. Toyota Selfossi býður gestum frítt á fjórganginn og verður hægt að tryggja sér frábærar veitingar m.a. af veisluhlaðborði frá Veisluþjónustu Suðurlands.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar