Natalie Fischer og Ímnir ósigrandi í skeiðgreinum

  • 9. ágúst 2025
  • Fréttir

Natalie Fischer og ímnir fra Egeskov. Ljósmynd: Henk & Patty

Sigursteinn hlaut aftur silfur

Keppni í 100 metra skeiði lauk nú rétt í þessu og aftur voru það Natalie og Ímnir fra Egeskov sem eru illviðráðanlega og sigruðu. Sigursteinn Sumarliðason og Krókus áttu góða spretti en verða að láta sér nægja annað sætið að nýju. Þeir fóru best á tímanum 7,39 í dag en Natalie fór hraðast á 7,10 sekúndum.

Þeir Daníel Gunnarsson og Hinrik Bragason stóðu sig líka vel í þessari grein. Hinrik og Trú fóru á tímanum 7,64 sekúndum í fraumraun sinni í greininni og Daníel og Kló hlupu hraðast á 7,61.

Það er því ljóst að Ísland hlýtur ekkert gull í skeiðgreinum fullorðinna en tók þau öll í flokki ungmenna.

# Knapi Hestur Tími
1 Natalie Fischer Ímnir fra Egeskov 7.10″
2 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ 7.39″
3 Gerda-Eerika Viinanen Svala frá Minni-Borg 7.47″
3 Laura Enderes Fannar von der Elschenau 7.47″
5 Lara Balz Trú från Sundäng 7.48″
6 Sigurður Óli Kristinsson Fjalladís frá Fornusöndum 7.51″
6 Guðmundur Einarsson Draumur från Tängmark 7.51″
8 Daniel Ingi Smarason Hrafn frá Hestasýn 7.56″
9 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 7.61″
10 Hinrik Bragason Trú frá Árbakka 7.64″

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar