Natalie heimsmeistari – Sigursteinn tók silfur í 250 metra skeiði

Sigursteinn og Krókus tóku silfur í 250 metra skeiði. Ljósmynd: Henk & Patty
Seinni tveir sprettirnir í 250 metra skeiði fóru fram nú í kvöld á heimsmeistaramótinu í Sviss í 28 stiga hita og logni. Að lokinni fyrri tveimur umferðum var það Nathalie Fischer frá Danmörku á Ímni fra Egeskov sem átti besta tímann, 21,91 sekúnda og annar var Sigursteinn Sumarliðason.
Það fór svo að engar sviptingar urðu í efstu sætunum í dag og því er það Natalie Fischer frá Danmörku sem tók gull í greininni og er heimsmeistari. Sigursteinn Sumarliðason náði í silfur á Krókusi á tímanum 21,97 sekúndum.
Daníel Gunnarsson og Kló frá Einhamri 2 enduðu í sjötta sæti á tímanum 22,54 sekúndum og Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka urðu í áttunda sæti á tímanum 22,64 sekúndum.
Við megum búast við því að sjá alla þessa skeiðjaxla í 100 metra skeiði á morgun, þar sem þeir munu gefa allt sitt besta til að landa sigri í þeirri grein.
Niðurstaða í 250 metra skeiði
# | Knapi | Hestur | Tími |
1 | Natalie Fischer | Ímnir fra Egeskov | 21.91″ |
2 | Sigursteinn Sumarliðason | Krókus frá Dalbæ | 21.97″ |
3 | Helga Hochstöger | Nóri von Oed | 22.00″ |
4 | Sigurður Óli Kristinsson | Fjalladís frá Fornusöndum | 22.21″ |
5 | Lara Balz | Trú från Sundäng | 22.35″ |
6 | Daníel Gunnarsson | Kló frá Einhamri 2 | 22.54″ |
7 | Guðmundur Einarsson | Draumur från Tängmark | 22.57″ |
8 | Hinrik Bragason | Trú frá Árbakka | 22.64″ |
9 | Idunn Marie Pedersen | Sólon fra Lysholm | 22.78″ |
10 | Alexander Fedorov | Hrólfur frá Hafnarfirði | 22.88″ |
11 | Daniel Ingi Smarason | Hrafn frá Hestasýn | 23.23″ |
12 | Iris Maria Haraldsson | Brimar frá Varmadal | 23.49″ |
13 | Gerda-Eerika Viinanen | Svala frá Minni-Borg | 23.93″ |
14 | Wictoria Gren | Kjarval fra Søtofte | 24.05″ |
15 | Markus Albrecht | Kóngur frá Lækjamóti | 24.14″ |
16 | Ladina Sigurbjörnsson-Foppa | Styrla fra Skarstad | 24.19″ |
17 | Cora Wijmans | Remba frá Skógi | 25.93″ |