Heimsmeistaramót Natalie heimsmeistari – Sigursteinn tók silfur í 250 metra skeiði

  • 8. ágúst 2025
  • Sjónvarp Fréttir

Sigursteinn og Krókus tóku silfur í 250 metra skeiði. Ljósmynd: Henk & Patty

Seinni tveir sprettirnir í 250 metra skeiði fóru fram nú í kvöld á heimsmeistaramótinu í Sviss í 28 stiga hita og logni. Að lokinni fyrri tveimur umferðum var það Nathalie Fischer frá Danmörku á Ímni fra Egeskov sem átti besta tímann, 21,91 sekúnda og annar var Sigursteinn Sumarliðason.

Það fór svo að engar sviptingar urðu í efstu sætunum í dag og því er það Natalie Fischer frá Danmörku sem tók gull í greininni og er heimsmeistari. Sigursteinn Sumarliðason náði í silfur á Krókusi á tímanum 21,97 sekúndum.

Daníel Gunnarsson og Kló frá Einhamri 2 enduðu í sjötta sæti á tímanum 22,54 sekúndum og Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka urðu í áttunda sæti á tímanum 22,64 sekúndum.

Við megum búast við því að sjá alla þessa skeiðjaxla í 100 metra skeiði á morgun, þar sem þeir munu gefa allt sitt besta til að landa sigri í þeirri grein.

Niðurstaða í 250 metra skeiði

# Knapi Hestur Tími
1 Natalie Fischer Ímnir fra Egeskov 21.91″
2 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ 21.97″
3 Helga Hochstöger Nóri von Oed 22.00″
4 Sigurður Óli Kristinsson Fjalladís frá Fornusöndum 22.21″
5 Lara Balz Trú från Sundäng 22.35″
6 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 22.54″
7 Guðmundur Einarsson Draumur från Tängmark 22.57″
8 Hinrik Bragason Trú frá Árbakka 22.64″
9 Idunn Marie Pedersen Sólon fra Lysholm 22.78″
10 Alexander Fedorov Hrólfur frá Hafnarfirði 22.88″
11 Daniel Ingi Smarason Hrafn frá Hestasýn 23.23″
12 Iris Maria Haraldsson Brimar frá Varmadal 23.49″
13 Gerda-Eerika Viinanen Svala frá Minni-Borg 23.93″
14 Wictoria Gren Kjarval fra Søtofte 24.05″
15 Markus Albrecht Kóngur frá Lækjamóti 24.14″
16 Ladina Sigurbjörnsson-Foppa Styrla fra Skarstad 24.19″
17 Cora Wijmans Remba frá Skógi 25.93″

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar