Natalie og Alex vinna kappreiðarnar
Deginum í dag á Skeiðmeistaramótinu í Zachow lauk með seinni umferðinni í kappreiðunum. Það gerði hellidemdu áður en kappreiðarnar byrjuðu en það stytti upp rétt áður en fyrsta holl fór í básana.
Natalie Fischer og Ímnir fra Egeskov héldu efsta sætinu í 250 m. skeiðinu með tímann 22,40 sek. Steffi Plattner á Ísleif vom Lipperthof endaði í öðru sæti með tímann 22,72 sek. og Marjolein Strikkers á Spjót frá Fitjum endaði í þriðja með 23,32 sek.
Úrslit réðust í lokasprettinum í 150 m. skeiðinu en þá tóku Alexander Fedorov og Tign frá Hrafnagili besta tíma kvöldsins eða 15,06 sek. Siggi Narfi Birgisson á Sneis frá Ytra-Dalsgerði endaði í öðru sæti með tímann 15,09 sek. og með þriðja besta tímann var Malte Köhn á List fran Skomakarns með tímann 15,14 sek.
Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr kappreiðunum. Skeiðmeistaramótið heldur áfram á morgun en þá hefst úrslitakeppni. Hægt er að horfa á mótið í beinni á Eyja.tv
Skeiðmeistaramótið Zachow 2024 – P1 250m
1.00. Natalie Fischer – Ímnir fra Egeskov – 22,40″
2.00. Steffi Plattner – Ísleifur vom Lipperthof – 22,72″
3.00. Marjolein Strikkers – Spjót frá Fitjum – 23,32″
4.00. Antonia Mehlitz – Ópal fra Teland – 23,45″
5.00. Konráð Valur Sveinsson – Snarpur frá Nýjabæ – 23,61″
6.00. Siggi Narfi Birgisson – Randver frá Þóroddsstöðum – 23,94″
7.00. Steve Köster – Símon frá Efri-Rauðalæk – 24,26″
8.00. Stephan Michel – Gellir frá Sauðárkróki – 24,30″
9.00. Vivien Sigmundsson – Eldur vom Ruppiner Hof – 24,49″
10.00. Steffi Plattner – Tangó frá Litla-Garði – 24,57″
11.00. Nica Simmchen – Glæsa vom Birkholz – 24,81″
12.00. Lilly Janusz – Drótt frá Hryggstekk – 25,14″
Passchampionat Zachow 2024 – P3 150m
1.00. Alexander Fedorov – Tign frá Hrafnagili – 15,06″
2.00. Siggi Narfi Birgisson – Sneis frá Ytra-Dalsgerði – 15,09″
3.00. Malte Köhn – List från Skomakarns – 15,14″
4.00. Franziska Kraft – Bleik frá Kjarri – 15,37″
5.00. Þórður Þorgeirsson – Galbjartur frá Hóli – 15,47″
6.00. Katharina Müller – Nona vom Heesberg – 15,55″
7.00. Sophie Kovac – Princessa – – 16,19″
8.00. Joachim Nelles – Glotti frá Þóroddsstöðum – 16,36″
9.00. Joachim Nelles – Flyðra frá Skrúð – 16,45″
10.00. Susanne Birgisson – Edda frá Leirubakka – 17,02″
11.00. Marij Marsden-Meijers – Lygna frá Sunnuhvoli – 17,10″
12.00. Emma Pearl Gotthal – Eyja vom Hofgut Waldow – 17,72″
13.00. Heike Korter – Spegill frá Kvíarhóli – 17,80“