Natalie og Ímnir með bestan árangur í 100 metra skeiði
Á heimasíðu FEIF er að finna alþjóðlega stöðulista ársins í ár byggða á einkunnagjöf í forkeppni alþjóðlegum mótum (WR). Þar eru tvær hæstu einkunnir/tími knapa og hests lagðar saman og meðaltal þeirra raðar þeim niður á stöðulista.
Á næsta ári er framundan Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss og því áhugavert að skoða þessa stöðulista sem gefa fyrirheit um það hvers er að vænta á því móti. Ljóst er þó að við eigum ekki von á því að sjá öll þessi pör á því móti auk þess að fleiri knapar munu leggja meiri metnað og orku í næsta keppnistímabil með heimsmeistaramótið í huga.
100 metra skeið
Efst á stöðulistanum í 100 metra skeiði er hin danska Natalie Fischer á Ímni fra Egeskov. Annar á listanum er Konráð Valur Sveinsson á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk og þriðji er Sigursteinn Sumarliðason á Krókusi frá Dalbæ. Í fjórða sæti er svo hin sænska Filippa Helltén á Óðni from Inchree og fimmti er Ingibergur Árnason á Sólveigu frá Kirkjubæ.
Ríkjandi heimsmeistari í greininni er Helga Hochstöger á Nóra von Oed en hún hefur keppt með góðum árangri í ár og er ofarlega á stöðulista og á best 7,36 sekúndur í ár. Líklegt verður að teljast að einhver af þessum fimm sem hér eru fyrir neðan keppist um heimsmeistaratitil í skeiði þeir Konráð Valur og Ingibergur eru ekki í núverandi landsliðhópi Íslands en Sigursteinn er þeirra knapa á meðal.
# | Knapi | Hestur | Tími |
1 | Natalie Fischer | Ímnir fra Egeskov | 7,305 |
2 | Konráð Valur Sveinsson | Kastor frá Garðshorni á Þelamörk | 7,32 |
3 | Sigursteinn Sumarliðason | Krókus frá Dalbæ | 7,405 |
4 | Filippa Helltén | Óðinn from Inchree | 7,41 |
5 | Ingibergur Árnason | Sólveig frá Kirkjubæ | 7,42 |