Heimsmeistaramót Náttdís hæst dæmda hryssan í elsta flokki

  • 8. ágúst 2025
  • Fréttir

Náttdís vom Kronshof og Frauke Schenzel. Ljósmynd: Henk & Patty

Eind frá Grafarkoti með þriðja hæsta dóminn

Yfirlitssýningu í elsta flokki hryssa, sjö vetra og eldri, lauk nú rétt í þessu en í þeim flokki voru fimm hryssur sýndar. Frá og með síðasta heimsmeistaramóti eru hrossin eingöngu dæmd í hæfileikum og fylgir þeim sá sköpulagsdómur sem þau hlutu í hæsta dómi á vorsýningum, líkt og þekkist á stórmótum heima á Íslandi.

Náttdís vom Kronshof sem sýnd var af Frauke Schenzel er hæst dæmda hryssan í þessum flokki á heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Sviss. Hún er einnig það hross sem ræktaði er í Þýskalandi sem hlotið hefur hæsta aðaleinkunn, 8,96. Fyrir sköpulag hafði hún hlotið 8,44 og fyrir hæfileika 9,25 og þar af 10 fyrir samstarfsvilja. Náttdís er undan Garra frá Reykjavík og Óskadísi vom Habichtswald

Fulltrúi Íslands í þessum flokki var Eind frá Grafarkoti, sem ræktuð er af Herdísi Einarsdótttur en í eigu Önju Egger. Hún var sýnd af Bjarna Jónassyni og hlaut í aðaleinkunn 8,43 og varð í þriðja sæti í þessum flokki. Faðir Eindar er Kiljan frá Steinnesi og móðir er Kara frá Grafarkoti.

 

Hross Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
Náttdís vom Kronshof Frauke Schenzel 8,44 9,25 8,96
Pála vom Kronshof Frauke Schenzel 8,39 9,12 8,86
Eind frá Grafarkoti Bjarni Jónasson 8,37 8,45 8,43
Vonadís frá Fensalir Christa Rike 7,98 8,48 8,31
Tesla fra Rank Þórður Þorgeirsson 7,89 8,43 8,24

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar