Danmörk Náttfari hlaut háan dóm í Herning

  • 13. maí 2024
  • Fréttir

Náttfari fra Gunvarbyn Ljósmynd: facebooksíða DI - avl og kåringer

Kynbótasýningu í Herning lokið

Kynbótasýning fór fram um helgina í Herning í Danmörku þar sem 32 hross komu til dóms og þar af 18 í fullnaðardómi. Dómarar voru þeir Friðrik Már Sigurðsson og William Flügge.

Náttfari frá Gunvarbyn er hæst dæmda hross sýningarinnar. Hann hlaut  8,97 fyrir sköpulag og er það hæsti sköpulagsdómur sem stóðhestur fæddur utan Íslands hefur hlotið. Þá hlaut hann 8,68 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,79. Ræktandi hans er Þorleifur Sigfússon en eigandi hans er sýnandi hans Agnar Snorri Stefánsson. Náttfari er 10 vetra gamall undan þeim Grím frá Efsta-Seli og Nótt frá Ørsko, Grímur er undan Þyt frá Neðra-Seli og Söru frá Horni en Nótt er undan Nökkva og Dimmu báðum frá Vestra-Geldingaholti.

Þá hlaut Már frá Rauðalæk háan dóm, 8,35 í aðaleinkunn en hann er fimm vetra gamall stóðhestur undan Ómi frá Kvistum og Mær frá Þúfu í Landeyjum. Ræktandi og eigandi er Stutteri Bjarup ehf en sýnandi var Agnar Snorri Stefánsson.

Þá hlaut einnig Hafberg frá Hestkletti 1.verðlaun í aðaleinkunn 8,04. Hafberg er úr ræktun þeirra Þórarins Eymundssonar og Sigríðar Gunnarsdóttir undan Þránni frá Flagbjarnarholti og Hafdísi frá Skeiðvöllum. Sýnandi hans var Hlynur Pálsson.

 

Hross á þessu móti Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn Sýnandi
SE2014106693 Náttfari från Gunvarbyn 8.97 8.68 8.79 Agnar Snorri Stefansson
IS2019181911 Már frá Rauðalæk 8.29 8.38 8.35 Agnar Snorri Stefansson
IS2019101810 Hafberg frá Hestkletti 8.19 7.95 8.04 Hlynur Pálsson
SE2018118010 Skattur från Lendelunden 8.16 7.88 7.98 Dennis Hedebo Johansen
DK2017100658 Jarl fra Vivildgård 8.25 7.82 7.97 Hans-Christian Løwe
DK2019100041 Konsert fra Vivildgård 8.32 7.73 7.94 Hans-Christian Løwe
DK2017100468 Rúmur fra Hårkildegård 8.03 7.88 7.94 Agnar Snorri Stefansson
FR2018128130 Ísingur du Grand Perche 8.06 7.84 7.92 Agnar Snorri Stefansson
DK2018200530 Díva fra Starbakken 8.19 7.75 7.91 Agnar Snorri Stefansson
DK2018200146 Tesla fra Rank 7.83 7.9 7.88 Kristian Tofte Ambo
DK2018100034 Tríton fra Marianesminde 8.13 7.71 7.86 Rasmus Møller Jensen
DK2016200491 Ímynd fra Vikina 8.06 7.6 7.76 Britt Werner Raabymagle
IS2018125485 Valíant frá Reykjavík 8.05 7.56 7.73 Hlynur Pálsson
IS2019184870 Vaðall frá Hvolsvelli 8.01 7.52 7.69 Rikke Sejlund
DE2014241378 Hrafnhetta von Gut Wertheim 7.96 7.52 7.67 Gerd Flender
AT2012104902 Náttstjarni vom Panoramahof 8.19 7.34 7.64 Alisa Zielosko
DK2015200197 Huldumey fra Vikina 7.81 7.49 7.61 Britt Werner Raabymagle
DK2017200208 Elva fra Ravn 7.89 7.43 7.59 Stine Overgaard Brændholt
DK2021100284 Blákaldur fra Bakkerne 7.92 Anna Worm
DK2018100396 Dans fra Gerlach 7.97 Berit Gorny
DK2020100563 Gandálfur fra Egedalen Rikke Sejlund
IS2021181901 Gári frá Rauðalæk 7.71 Jens Kasperczyk
DK2019200304 Gersemi fra Stald Guld 8.5 Søren Madsen
DK2019100169 Glampi fra Gerlach 7.91 Berit Gorny
DK2019100510 Leikari fra Gerlach 8.07 Berit Gorny
DK2020100488 Mjölnir fra Lindholm Høje 8.21 Hlynur Pálsson
DK2021100105 Óðinn fra Gingsholm 8.2 Anette Vestergaard
DK2020100530 Óskasteinn fra Hedebo 8.22 Mie Hedebo Knudsen
DK2018200440 Saga Una fra Diisa 7.59 Stine Overgaard Brændholt
CH2013202734 Salvör von Engjavatni Agnar Snorri Stefansson
DK2019200027 Sía fra Stutteri Sonne 7.63 Marlene Lund Overgaard
DK2020100204 Sleipnir fra Napstjert 7.9 Sacha Knudsen
DK2020100479 Spútnik fra Møgelmose 7.64 Lea Grønbæk
DK2021100865 Taktur fra Gavnholt 8.31 Agnar Snorri Stefansson

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar