Nemendur Háskólans á Hólum á heimleið

  • 13. mars 2020
  • Fréttir

Eins og landsmönnum er kunnugt um var í fyrsta sinn í lýðveldissögunni lýst yfir samkomubanni í dag sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 15.mars.

Er miðað við 100 manna samkomur og þá er öllum háskólum og framhaldsskólum lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum á meðan bannið er í gildi.

Frá og með mánudeginum 16.mars og til og með 13.apríl verður því allt nám bóklegt og verklegt lagt niður við Háskólann á Hólum og kennarar munu skipuleggja fjarkennslu. Það má því reikna með því að nemendur við skólann munu nú halda heim á leið en verða ekki í leyfi frá námi þar sem fjarkennslur verða skipulagðar.

Gangar Hólaskóla verða tómlegir næstu 4 vikur

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar