Netnámskeið í keppnisþjálfun og uppbyggingu hrossa

  • 1. nóvember 2024
  • Tilkynning
Eyja bíður upp á fjórskipt námskeið með Johan Häggberg

Vinir okkar hjá EYJA halda áfram að bjóða upp á netfyrirlestra með reyndum sérfræðingum um íslenska hestinn. Fyrsti gesturinn í vetur er heimsmeistarinn og alþjóðlegi dómarinn Johan Häggberg frá Svíþjóð. Í þessu fjórskipta námskeiði, sem fer fram á ensku, og hefst næstkomandi mánudagskvöld á Zoom, hjálpar Johan þátttakendum að undirbúa sig og hesta sína fyrir komandi tímabil.

Johan útvegar námsefni fyrir hverja kvöldlotu sem hjálpar þátttakendum að skilja betur viðfangsefnin sem verða rædd í hvert skipti. Markmið Johans er skýrt:

Þú getur tekið þátt í námskeiðinu með því að smella á hlekkinn í EYJA versluninni. Þátttökugjald fyrir allar fjórar kvöldloturnar er 49 evrur, sem inniheldur einnig upptökur og leiðbeiningar frá Johani.

Viðfangsefni og dagsetningar:

  1. Mikilvægi þjálfunarkerfis (mánudagur, 4. nóvember, kl. 18.30 íslenskur tími)
  2. Þjálfun og æfingar, 1. hluti (mánudagur, 11. nóvember, kl. 18.30 íslenskur tími)
  3. Þjálfun og æfingar, 2. hluti (mánudagur, 18. nóvember, kl. 18.30 íslenskur tími)
  4. Árangur, markmið og yfirlit (þriðjudagur, 26. nóvember, kl. 18.30 íslenskur tími)

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar